Hæ!
Ég er ný búinn að setja upp UT2003 og ætlaði á serverinn (skjálfta21) í dag. Þegar ég fór inn á serverinn kom stórt download “DM ShudderCreek” og síðan einhver skrá sem kallast “ttm2003v22”. Hún hlóðst upp í 62,1% en hætti þá og ekkert gerðist - það stóða bara skjálfti21.simnet.is…. eitthvað.
Getur einhver sagt mér hvað ég er að gera vitlaust? Ég er búinn að setja inn patch 2225. Þarf ég að gera eitthvað meira?
Annars setti ég hér inn könnun sem kannski er hvorki skemmtileg né frumleg. Ég vona þó að hún sé gagnleg í ljósi þess að lykilmenn segjast vera kveðja samfélagið. Það eru 20% sem segjast ekki hafa vélbúnað í leikinn. Ég var einn þeirra þar til í dag. Mín reynsla er að þetta þarf ekkert að vera svo rosalega dýrt. Leikurinn er að koma ágætlega út hjá mér með P4 Celeron 1,7GHz (kostar minna en 7k) og GeForce MX440 (kostar 6 - 8k). Auðvitað þarf í flestum tilfellum að kaupa fleira en þetta tvennt en mér sýnist að hægt sé að byrja smátt og stækka svo hægt og rólega við sig.
Kveðja,
FigRoll, über-noo