Kæru Unreal hálsar!

Getur einhver góðhjartaður gefið mér smá upplýsingar? Ég hef verið að spila UT1 allnokkuð s.l. mánuði, aðallega á www.unrealplayground.com. Ég verð að segja að ég er ekki fyllilega sáttur við framistöðu mína - því ég er venjulega í síðustu sætunum. Það má vel vera að ég sé einfaldlega lélegur af guðs náð en málið er að ég er ekki alveg viss. Ég hef lítillega gluggað í hina stórgóðu Þursahjálp Dippers og þannig komist að því að Avg. FPS er u.þ.b. 50 hjá mér sem varla telst gott. Skv. mælingu á Unreal Playground er Avg Ping 257 sem er, ef ég veit rétt, hörmulegt. Það sem mig langar sem sagt til að vita er hversu miklu máli þetta tvennt skiptir. Skiptir Ping og FPS LITLU MÁLI, NOKKRU MÁLI eða MIKLU MÁLI fyrir framistöðu í UT1? Getur kannski einhver líka sagt mér hvort þetta tvennt hangir saman? Ef ég fæ mér betri nettengingu en held sama skjákorti lagast þá samt FPS? Mig langar líka að vita hvort menn hafi tilfinningu fyrir muninum á ADSL 256 og ADSL 512 - lagar maður Ping-ið mikið með því að hækka sig í ADSL 512 eða er munurinn óverulegur? Einnig með skjákort - hvað telst vera gott FPS?

FigRoll,
No bark, All bite