Ekki svo galin könnun, þetta er meginástæðan að menn eru ekki eins aktívir í UT2K3 eins og öðrum leikjum. Sama gerðist þegar UT gamli vinur okkar kom fyrst út, hann var ekki beint CPU friendly en eftir að PIII kom á markaðinn og menn fengu smá aura í vasann til þess að uppfæra tölvubúnaðinn sinn, fór heldur betur að fjölmennast í leikinn. Vonum að það sama gerist með UT2K3 í komandi framtíð.
Allavega, ég var með PIII 733, 256 sdram í minni og Gforce 2 GTS 32mb þegar ég keypti UT2K3. Við fyrstu spilun var ég ekki beint hamingjusamur með vélina mína - ég gat ekki notað nema 30% af stillingunum sem voru í boði og geðveikt lélegt framerate/sec. Maður hugsaði þá til gamla UT, þ.e.a.s. hratt splatterfest og allt smooth.
Mánuði seinna keypti ég mér P4 2.53 Ghz, 512 DDR 333, Gigabyte 8sg667 móbó og TI 4200 skjákort - Maður var fljótur að gleyma gamla UT með nýju vélinni enda allt smooth og bara gaman.
Ég prufaði svo UT aftur seinna “for good old sake” og var fljótur að gefast upp, þessi leikur var gullmoli síns tíma en ekki nærri því eins innihaldsríkur og flottur eins og UT2K3 ( til hvers að vera að riðlast á sömu gömlu beljunni þegar þú hefur fengið yngri og sætari) Enda var ég líka alltaf að reyna að double jumpa í honum sem virkaði ekki ;)
|Z|PeZiK