Hæ…


Jámm ég keypti mér UT2003 í dag og held að það hafi verið fyrsta eintakið í BT smáralind því að hillan var troðfull.
En jæja ég flýtti mér heim eftir að hafa borgað 4800 kall fyrir leikinn og byrjaði að installa. Það tók nokkurn tíma en ég beið þolimóður á ircinu og lýsti þessu í grófum dráttum á #ut.is. :Þ

Ég startaði leiknum og fór í settings. Það var hægt að velja allt eins og í demoinu en þó var hægt að velja fleiri detail möguleika. Sem var ekki hægt í demoinu. Svo fór ég í instant action og byrjaði á því að testa öll ctf möppin. Ég setti capture limit í 1 og enga botta. Eftir nokkra stund var ég farinn að vafra um í CTF-Gothimetral (held að það sé skrifað svona) sem er mjög flott map. Minnti mig fyrst á CTF-Gountlet . En þegar ég byrjaði að skoða mig um þá fannst mér það ekkert vera líkt því. Enda er leikurinn allt öðruvísi þ.e.a.s. UT2003. Því næst fór ég í face3 …váááá. Þetta er svo flott að það hálfa væri nóg. Ég held að þetta eigi eftir að verða Lava Giant UT2. Texture-in,teleportin og trén og allt…. ég missti andlitið.

Þvílík sjón. Risastórir turnar, stór pýramídi og stytturnar sem sátu fyrir framan. Þetta var hreinnt stórkolsegt.

Næst fór ég í console og skrifaði “open CTF-Magma” sem er það sama og þegar marr skrifaði “switchmap CTF-Thornsv2” t.d. í UT. Þetta mapp var líka flott. Enda geðveikar texture í Lavanu. En sammt ekki eins og ég hafði búist við. Ég hélt að base-in yrðu öðruvísi. En svo var ekki. Reyndar eru öll möppin í UT2k3 alveg eins…svona spegilmyndir af hvor öðru.

Síðan fékk ég leið á þessu og langaði að prófa single player.

Þegar inn í það var komið gat marr valið nafn á sér , liðinu sínu og merki liðsins. Eftir það kom video. Það var líka geðveikt. Þetta er flottasta 3D teiknivideo sem ég hef séð. Þar var sýnt frá því þar sem 3 kallar úr UT1 komu og 3 úr UT2k3 og voru að fara að keppa í BR. Það var talað um þetta sem íþrótt og helling af áhorfendum voru að horfa á þetta.

Síðan byrjar marr á því að þurfa að spila 2 1on1 dm möp. Svo 1 þar sem marr keppir við 3 svo annað þar sem marr keppir við 5 botta held ég. Síðan kemur að því að velja í liðið. Þar fer maður í menu sem virkar eins og í ehhh…commandos minnir mig. Þar velur maður leikmenn í liðið og undirbýr sig. Þar næst fer maður í dm mapp þar sem þú þarft að spila við liðið þitt sem þú valdir.

Þar næst kemst maður í tournamentið sjálft. Þar sem þú velur um ctf leuge ( :Þ enska…) br dm eða tdm. Annars er ég ekki kominn í það svo ég get ekki sagt frá því en allavega veit ég það að í CTF stillirðu upp eins og í fótboltaleik. Þ.e.a.s varnarmenn sóknarmenn og freelance.

En annar er þetta hinn besti leikur og á örugglega eftir að skara mjög mikið frammúr.

Hlakka til að sjá ykkur á server í UT2k3 laggaða eða ekki. :Þ
I know I'll be somtimes…

kveðja :
~H2O~SmeLkuR~