Adrenaline Halló

Ég hef verið marg spurður um hvað þetta Adrenaline er og nú ætla ég að taka mig til og segja ykkur soldið frá því hvað það gerir. Adrenaline er svona einskonar power-up. Þegar það er komið upp í 100 þá segir kallinn “Adrenaline!” og til þess að nota það geturu gert eftirfarandi:

ýtir 4x áfram og þú færð speed og þú hleypur mjög hratt. Getur verið gott í Ctf eða Bombing Run.

ýtir 4x afturábak og þú færð booster eða regeneration og lífið þitt hækkar endalaust þangað til að adrenaline er komið í 0.

ýtir 2x hægri og 2x vinstri og þú verður invisible eða ósýnilegur.

ýtir 2x áfram og 2x afturábak og þú færð berserk sem er svona damage amp.

Til þess að láta adrenaline fara í 100 er annað hvort að drepa kalla eða þá að ná pillunum sem eru rauðar og hvítar og eru út um allt í öllum borðunum.
Sumum finnst þetta eyðileggja leikin og sumum ekki. Sjálfum finnst mér fínt að hafa þetta en ég hefði frekar viljað hafa gömlu góðu power-upin. Það eru nokkur eins og mega health, damage amp og shield.

Svo er það náttulega að nota þetta rétt eins og til dæmis þú ferð ekki að nota booster ef þú ert með 199 í líf. Og þú setur ekki invisible á ef þú ert með 10 í líf. Það er líka eitt trick sem þú getur gert í viðbót og það er jump boots sem er að þú hoppar geggjað hátt en ég held að þeir hafi ekki sett það í demoið.
Allt þetta og miklu meira er að finna http://www.planetunreal.com/ut2003/demotips/ þarna. Vona að þetta hjálpi einhvað.

[SoS]Castrate