Jæja, víst langt síðan maður hefur skrifað grein ;) svo ég ákvað að taka upp pennan.
Best að sleppa formsatriðunum og koma sér að efninu: UT samfélagið er dautt þessa dagana og hefur
verið undanfarið hvað sem þið segið þá er það bitur sannleikur. Já ykkur sem er sama þurfið ekkert
að lesa áfram en þeir sem hafa virkilega áhuga á UT ættu að gera það.
UT er dauður að því leyti að;
Enginn spilar lengur.
CTF serverinn sést sjaldan sem aldrei fullur.
IRC activity er í lágmarki að mínu mati.
Engin clanmötch hafa verið spiluð síðan á pUTtanum.
o.s.frv. , o.s.frv.
Það sem ég vil koma á framfæri er að það er aðeins einn aðili sem hostar UT servera, sá aðili er
síminn internet, öðru nafni Simnet. Það er engin sem skyldar Simnet til þess að hafa UT serverana
uppi, enda er ekki mikill tilgangur að nota 2 vélar fyrir servera sem eru mjög lítið notaðir. Ég er
meira að segja farinn að heyra sögusagnir um að það eigi að nota skjalfta 25 og 26 í annað, og taka
UT serverana niður.
Þetta má ekki gerast, og þess þyrftum við sem ennþá spilum að skippuleggja blöst, 1-3 í vikur helst.
Og númer 2 þá þurfum við Íslendingar að rífa okkur uppúr þessum lms fjanda. LMS gerir okkurt ekkert
nema illt, þar sem ekkert mál er að vinna heilu borðin með campi og öðrum hrottaskap. Eru ekki líka
allir að tala um að fara að spila CTF aftur? Hvernig væri þá að gera eitthvað í því?
Vona að það séu einhverjir sammála manni..
kveðja,
DippeR, ryðgaði og rykfallni UT spilarinn.