Í dag er unreal á Íslandi frekar öflugt samfélag, þeas yfirleitt góður mórall, fyrir utan einstök rifrildi öðru hverju.
Þeir sem eru akvtívir eru yfirleitt svona semi-pro spilarar og það er mjög lítið um svona real “n00bs” sem áttu það til að einoka serverinn hér áður fyrr, þá tala ég um CTF serverinn.
Einnig er komin upp öflug LMS spilun og er það mjög gaman að hafa smá fjölbreytni í leiknum.
Ég ætla hér aðeins að fjalla um það sem mér finnst um clönin og þeir leikmenn sem fara fyrir sínum liðum.

H2O: Þar ræður Smile ríkjum og hefur mikla virðingu í samfélaginu bæði fyrir að vera mjög góður spilari og einnig fyrir að hafa stjórnað landsliðinu og farið fyrir því. H2O hefur marga öfluga menn sem spila ætíð vel sem einstaklingar en kanski ekki alveg sem lið, góðir sóknarmenn þeas Smelkur og Mom, mættu kanski vera aðeins meira samstilltari. samt ég hef ekki séð H2O spila lengi þannig ég er kanski að segja tóma steypu þannig ekki móðgast. Smurf stjórnar algjörlega miðjunni, eiginlega á móti hvaða manni sem er. og Smile og Striker öflugir í vörninni,(eða ég held að Striker sé ennþá..) jú hann er ;).

TbF: er núna skipt niður í 2 lið fá og ², í fá er zappy hálfgerður leader og er aðalatriðið hjá þeim teamplay, þá eru það Jozi, zappy, nookie og fleiri sem taka þátt í sóknum liðsins og lethal er varðhundurinn við flaggið og damage er öflugur með ótrúlegri hittni í vörninni einnig. eins og þið sjáið þá er þetta lið samansett af jöfnum spilurum, þó þeir hafi allir sína sérhæfileika, t.d Damage með sína hittni og nookie með flott cover og það sama með zappy og lengi má áfram telja.
í TbF² er mikið byggt út frá sókninni og er það jafnframt öflugasta sókn á landinni að mínu mati sem samanstendur af mér, Roada og lollageir, en svo sjá þeir Dipper og Fester alfarið um vörnina og hafa gert það með prýði, þá er það kostirnir við Dipper t.d að maður getur alltaf treyst á hann og hann fer ekki að gera einhverja steypu heldur hlýðir hann skipunum og spilar sína stöðu mjög vel ætíð, það sama má kanski ekki segja um restina af liðinu en eru þar á ferð mjög misjafnir menn t.d sóknartríóið sem getur verið mjög misjafnt, oftast að spila vel en á sína SLÆMU daga ;), það sama með Fester hann er yfirleitt mjög traustur eins og Dipper og þegar þeir eru 2 saman í vörninni þá er það mjög öflugt tvíeyki.

SoS: Alert ræður það ríkjum myndi ég halda, eða er hann allavega messti tæknigaurinn í liðinu en í spilun er hann kanski ekki sá besti. þar eru menn eins og Rugli og Spiral sem eru mjög öflugir í öllum stöðum, góðir á shockinn. ég er ekki viss með stöðurnar í liðinu en ég myndi telja að þeir myndu hafa ulla_nice og snoppa ásamt rugla og spiral. En þessir 4 spilarar eru mjög aktívir og einnig mjög góðir spilarar. einnig er hægt að búast við að Alert spili ásamt þeim, en ef ég er að bulla eitthvað með þetta lið þá biðst ég velvirðingar á því.

Krafla: þetta klan er stórt ?. þar eru aðalmennirnir án efa Delphigiz og Punchbag en búa þeir báðir yfir mikilli reynslu í unreal, eað hafa spilað lengi. einnig eru menn eins og Gourry sem er alltaf ágætur á server. Draugsi er að sjálfsögðu þekktur sem góður DM spilari en einnig er Guttormur þarna í liðinu en það er langt síðan ég sá hann á server síðast.

já ég held að þetta sé komið með aðalklönin í dag en annars eru Castrate og félagar að stofna nýtt og nýtt clan alltaf ;) .. en hann er einmitt einn af þeim sem er mjög öflugur “newbie” og er fljótur að læra á leikinn og á án efa bráðum eftir að verða mjög öflugur CTF spilari, hann er nú þegar kominn langleiðinna með það.
Ekki má gleyma Snappy sem er mjög góður spilari, aðalega í shockinum en ég held að hann sé clanlaus og spili lítið núna. Einnig er mjög gaman að sjá að DNA og balli eru að láta sjá sig á serverum og sýnir DNA ætíð m4d sk1llz þegar hann er á svæðinu.

þetta held ég að ég láti nægja að sinni og ástæðan fyrir því að ég sendi þessa grein var sú að ég vildi segja mitt álit á málunum svo þið gætuð sagt ykkar álit á móti og þá yrði smá líf yfir þessu og vonandi engin rifrildi þar sem ég talaði bara vel um alla, leit bara á björtu hliðarnar ;).
jæja en endilega tjáið ykkur um þetta og leiðréttið það sem ég fer rangt með að ykkar mati og fleira.

±TbF±Electro