![Tactical Ops 2.2.0](/media/contentimages/4074.jpg)
Breytingarnar frá 2.0 til 2.2 sem ég tók eftir voru t.d. að núna þegar maður velur lið getur maður líka valið hvernig maður vill líta út. Síðan getur maður líka valið “Random Team”, en það er eins og það sé eitthvað gallað við þann möguleika því að í hvert skipti sem ég vel þetta verð ég Special Forces.
Það er líka eins og þeir séu búnir að breyta sumum borðunum smávegis, fjarlægja leyniganga og loka hurðum.
En það eru einnig komin tvö ný borð, TO-Thunderball2 og TO-Trooper2. Í Trooper eiga Special Forces að finna blátt box og hakka það og Terrorists eiga að finna rautt box og hakka það. Ef þú ert Terrorist í Thunderball þá ertu með gísl og átt að koma í veg fyrir að Special Forces nái gíslunum, hins vegar ef þú ert SF áttu að reyna að ná gíslunum.
Síðan getum við átt von á “retail” útgáfu af Tactical Ops í búðirnar, sem á að heita Tac Ops: Assault on Terror. Það er von á henni í USA bráðlega.
Ég vil benda á “official” síðuna fyrir MODið:
http://www.tactical-ops.to/