Jæja mér finnst frekar dauft hérna yfir þessu áhugamáli hjá okkur svo að ég ákvað að taka smá review úr Unreal Torunament II.
General: Leikurinn er búinn að vera í þróun í tvö ár af Epic Games, Digital Extremes, og Legend Entertainment.
Skin: Infogrames og félagar tóku sig á núna og bættu við 50 nýjum skinnum og þar á meðal fullt af nýjum vélmenna skinnum og einhvers konar trúð sem fylgir með myndinni hér.
Vopn: Ein besta breytingin á vopnum (fyrir mitt álit) er að það er búið að draga úr afli Flak Cannon með því að Flak-ið sem skýst út úr byssuni hefur verið látið skoppa minna. Eins og þið vitið núna er búið að staðfesta Flak Cannon og þar að auki er búið að staðfesta Minigun en hann er kallaður Assault Rifle í þessu tilviki, Gamli góði Shock Rifle hefur líka verið staðfestur, einhver ný byssa sem kölluð er Ion Cannon sem mun líklega vera einhverskonar Rafeinda,Sameinda eða Frumeindabyssa, Svo hefur Byssa sem ber heitið Link Gun en búist er við að þetta verði vopn svipað Translocator og að lokum er byssa sem mun líklegast koma í staðinn fyrir Redeemer en ekki er komið nafn á en lýsingin er þannig að þú merkir vegg leyser og svo innan smástundar er er skotið loftárás á þann stað frá flugvél eað gervitungli.
Mod: Modd í Unreal Torunament II verða eftirfarandi: Að sjálfsögðu verður Classic DeathMatch sem er ómissandi í alla 1pers.skotleiki, Domination 2 en það mun lýsa sér þannig að það eru bara tveir Domination staðir og ef eitt liðið nær að halda báðum stöðunum í ákveðinn tíma munu þeir verða verðlaunaðir með einu stigi, Bombing Run mun verða nýja moddið í leiknum sem gegnur út á það sprengja mun birtast í miðju mappsins. Markmið liðsins þíns er að ná í sprengjuna í fyrstu og fara með hana í stöð óvinsins og þar springur hún og lið þitt fær eitt stig fyrir. Hitt liðið reynir að gera það sama. Eitt frábært við þetta modd er að þú getur fleygt bombunni milli vina þinna eins og þú vilt.
Hélduð þið að ég væri að gleyma einhverju? Að sjálfsögðu verður CTF í Unreal Tournament II, var aðeins að hræða ykkur:).
Nýjungar: Unreal Torunament mun koma fram með Farartæki sem eru byggð á í hvaða liði þú spilar. Leikurinn mun styðja 32 manna spilun á netinu eða á lani.
<p>
<b>Efni fengið frá:</b>
<p>
<a href="http://www.computerandvideogames.com/front_index.php“>Computer&VideoGames</A>
<p>
<a href=”http://gamespot.com/gamespot/filters/0,10850,601 3548,00.html">GameSpot</A