Sælt veri fólkið
Ég var að hugsa um hvernig það væri að mæta á Skjálfta, ekki spilandi undir nafni H2O. Og rifjaðist upp fyrir mér hversu gaman það var að spila í þeim hópi. Við vorum hálfpartinn einir á báti þegar þetta byrjaði og áttum stóran þátt í því, að koma óraunvörulegri menningu af stað hér á landi. Spiluðum á hverjum degi á Zombie Battalion servernum og unnum okkur mikla virðingu sem skemmtilegir gaurar og fyrir góða spilamennsku. Eins og að fara í Víking til útlanda í gamla daga, sigra heiminn. Og þótt það hafi kannski ekki tekist þá eignuðumst við góða vini og félaga. Og komum aftur heim til að kenna hinum óreyndu hvernig ætti að gera hlutina eins og þeir gera þá, í útlöndum.
Ekki leið að löngu þar til fleiri fóru að reyna fyrir sér í hinni óraunvörulegu keppni, og fögnuðum við henni þrátt fyrir hálfgerða einstefna þegar að kom. Það litu allir upp og báru virðingu fyrir H2O, fyrir það hvernig við spiluðum og sýndum fólki betri leiðir til að gera hlutina. Og þó að við höfum grobbað okkur aðeins yfir því að vera betri, þá má segja, eftir á að hyggja, að við höfum notað þau tækifæri sem gáfust, á meðan við höfðum þau. Því núna er fólkið sem við höfum att kappi við svo lengi, búið að læra mikið.
Spurning hvort nemandinn fari að taka kennarum fram?
Og þá kemur að Skjálfta mótinu, þeim vettvangi sem þessari spurningu verður svarað.
Eru þeir, sem lært hafa, tilbúnir að taka það próf? Að sanna fyrir sínum kennurum að hann sé búinn að taka og lyfta óraunvöruleikanum á hærra stig. Við skulum leyfa þeirri spurningu að liggja á milli hluta… í bili að minnsta kosti.
Það á sér nefnilega að stað uppbygging í okkar samfélagi eftir mikið stríð milli almættisins og fólksins. Báðir aðilar gerðu hluti sem þeir áttu í raun ekkert með að gera. Fólkið skipti sér í nýja hópa meðan ruglingur stríðsins stóð hæst, í von um einhvað betra. Sakleysið fauk út í veður og vind. Þótt þetta sé ekki leiðinlegt núna, þá er enn spenna í fólki útaf því að stríðið geysar enn í hugum þess. Það er erfitt að sleppa hendinni af exinni þó svo að það sé búið að segja orðin.
Þetta var miklu skemmtilegra í gamla daga…
Svo horfir maður fram á veginn, lítur á og forvitnast um það sem fátt getur stoppað. Nema þá kannski stríðið sem geysar í raunvöruleikanum, sem enginn veit með vissu hvernig endar.
Það mun koma nýr og betri óraunvöruleiki og spurning hvort þessi óraunvöruleiki sem við þekkjum leggist ekki bara hreinlega af. Maður hugsar aftur og veit að maður á eftir að sakna þessa tíma mikið. En það verður að horfa fram á veginn og ekki drukkna í minningum um það sem gott var, því að við verðum að lifa með því sem gerst hefur, og á meðan við lifum þá getum við lagað málin, ef við viljum það nógu mikið.
Núna fer að líða að næsta Skjálfta, og mun fólk úr hinum og þessum liðum mæta og etja kappi, en þetta verður samt aldrei eins og það var áður. Því langar mig að leggja fram eina tillögu. Svona í ljósi alls þess sem gengið hefur á í okkar óraunvörulega samfélagi.
Grafa stríðsöxina og spila einn vináttuleik, svona til að rifja upp þessa daga. Að þessar stríðandi fylkingar af mönnum spili á móti hvor öðrum, en með gamla laginu.
Gamla ~H2O~ og Nýja ~H2O~.
Leyfum hinum gömlu og reyndu að spila við þá ungu og efnilegu. Mun kennarinn lifa áfram eða mun unga kynslóðin sýna styrk sinn og taka okkur fram. hvernig sem fer þá munum við skiljua sáttir og mætum með rétta andann í framtíðina.
Þetta er hugmyndin, vonandi hittir hún vel.
~H2O~Alli_Iceman~
~H2O~Balli~
~H2O~Bunny~
~H2O~Cruxton~
~H2O~DNA~
~H2O~Svenni~
versus
~H2O~Svolfluga~
~H2O~Striker~
~H2O~Smurf~
~H2O~Radiance~
~H2O~MoM~
~H2O~MrSmile~
Þetta er í góðu samræmi við þann karakter sem þetta lið hefur alltaf haft, fyrir og eftir breytingar. Og þó svo að það sé nýtt fólk þá er þetta enn sama liðið, með sömu takmörk. Og vonandi taka allir sem nefndir eru hér, vel í þessa lausn og mæta nýjir og betri menn á næsta mót. Setja þetta mál endanlega frá og fagna nýjum og ókönnuðum raunvöruleika þegar hann svo kemur.
friður
Bunny