Það hefur mikið verið að gerast síðustu tvær vikurnar, og ekki bara í UT samfélaginu eins alir vita. Heimurinn ákvað að verða aðeins óöruggari staður til að búa í um daginn. En þið getið lesið um það í öllum blöðum eða horft á fréttirnar til að fræðast um þau mál, núna ætla ég að tala um íslenska UT samfélagið.

Eins og ég sagði þá hefur margt gerst. Eitt af því sem gerðist er að 9 af 10 meðlimum H2O hættu og stofnuðu nýtt clan. Ástæðurnar á bak við það eru einfaldlega þær að við vildum ekki sömu hlutina. Það var því ákveðið að hætta þessu áður en það leiddi til illinda á milli einstaklinga í liðinu. Ég vona að nýju H2O meðlimirnir geti og muni halda upp því nafni sem H2O hefur skapað sér í gegnum tíðina um að vera með sterkt lið og gott teamwork. Þó svo að það hafi verið smá leiðindi í mönnum eftir að þetta gerðist þá hefur verið tekið á því máli og vonum að í framtíðinni geti þessi tvö clön haft gaman af þessu öllu.

´Við í nýja claninu erum ekki alveg búnir að ákveða hvað við ætlum að heita, allir meðlimir eru ekki búnir að samþykkja sama nafnið. Um leið og það gerist verður það að sjálfsögðu tilkynnt. “dot” eða <.> verður samt okkar merki þangað til að annað verður ákveðið.
Þetta verður vonandi sterkt clan sem verður erfitt að vinna.

Svo, eftir mikla og langa bið, er map vote komið á simnet. Nú eru mjög skiptar skoðanir um þetta map vote apparat og ég ætla að segja mína reynslu og skoðun af þessu. Ég hef spilað Bedrooms, Burning og Bollwerk meira síðan þetta map vote var sett í gang fyrir nokkrum dögum, en síðasta mánuð samtals. Það er eins og fólk komist ekki lengra en “B” þegar það er að kjósa borðin.
Þar sem við kunnum ekki alveg á þetta map vote 100% og erum ekki með allt á hreinu í varðandi stillingar þá mun ég persónulega leitast við að þessi borð verði hreinlega fjarlægð af servernum til að fá fjölbreytnina aftur, þetta er bara of einhæft og ég of fleiri erum að missa áhugann á því að koma þangað inn og spila.
Vonandi gegnur samt vel að læra á þetta apparat þannig að það verði hægt að stilla þetta einhvað.. til dæmis að það sé ekki hægt að velja sama mappið nema með ákveðnu millibili (7-8 borð á milli).
Þetta er mjög sniðug græja og það verður reynt að halda áfram að nota þetta. Aftur á móti ef það er ekki hægt að stilla þetta þá mun það velta á fólkinu sem spilar á simnet hvort þetta fyrirkomulag verði áfram, þ.e. ef fólk velur alltaf sömu borðin þá verður gamla lagið tekið upp aftur og map rotationið fyrirfram ákveðið.

Svo varðandi hegðun almennt á simnet. Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess að við, adminar, þurfum að fara að semja einhverjar reglur um hvað megi og hvað megi ekki gera. En það veltur að sjálfsögðu á fólkinu sem stundar simnet. Ef fólk getur ekki sýnt smá vit og verið kurteist í framkomu án þess að það þurfi að mata það af einhverjum reglum þá fær það bara reglur.. og líklega mjög strangar reglur í þokkabót. Hinsvegar ef fólk getur sýnt smá ábyrgð á því sem það gerir, hugsað áður en það talar og talar ekki of mikið, þá verður þetta frjálslegra. Þess vegna hvet ég fólk til að vera kurteist og sýna tillitsemi. Þetta er leikur og það á að hafa gaman af þessu. Ef einhver er í vafa hvað sé vel liðið og hvað ekki þá endilega spurja, ekki bara vaða í að gera einhvað sem þið eruð ekki viss um hvernig á sé litið. Það er fullt af fólki í þessu samfélagi sem veit hvað er vel liðið og hvað ekki. Ef allt bregst þá er hægt að senda email á unreal@simnet.is

Það eru nokkrir aðilar sem eru ekki í góðu áliti hjá umsjónamönnum simnet eins og er. Annaðhvort fer þetta fólk að haga sér almennilega eða að því verður hreinlega kickað eða bannað af simnet í einhverja daga. Vonandi þarf ekki að koma til þess.. en eins og ég segi þá veltur þetta á fólkinu sjálfu og engum öðrum.

Ætla að reyna að enda þetta á léttu nótunum. Við í nýja claninu ætlum að fara rólega af stað. Þétta mannskapinn aðeins og stilla okkur saman. Við verðum vonandi ready í match eftir 2-3 vikur. Það er mikið að gera hjá öllum þessa dagana og UT er ekki alveg númer 1, 2 og 3 hjá okkur (who am I kidding? ;). Málið er að okkur liggur bara ekkert á, við vitum að það eru aðilar þarna í samfélaginu sem vilja ólmir í okkur.. þið verðið bara að bíða aðeins. Spurningin er, hverjir vilja vera fyrstir?

Svo ef einhver veit um einhvað LAN sem verður haldið fljótlega þá væri vel þegið að vera boðin á svoleiðis :)

friður
potent