Það er ýmislegt sem fer úrskeiðis í góðum leik en ef þú hefur eftirfarandi atriði í huga, þá geturðu dregið ágætilega úr misstökum þínum.
1. “Það er svo gaman að skjóta mörgum rockets í einu”:
Þetta orsakar oftast tvennt:
a) Þú eyðir skotfærum í vitleysu
b) Þú drepur sjálfan þig.
Afhverju? Vegna þess að þegar þú ert að hlaða rocketlauncherinn, ert með gaurinn í miðinu, ert að fara að sleppa skottakanum þá er mjög líklegt að eitthver skjóti í þig, allt í einu sérðu jörðina fyrir neðan þig og úps… þú ert á leiðinni til tunglsins.
2. “Ég elska flak cannon og sérstaklega broskallinn framan á kúlunum”
Ég líka svosem, en flak cannon þarf að nota rétt! Það er nánast bókað að ef þú ert að berjast innandyra með henni þá færðu brot af flakkinu í sjálfan þig og ef þú ert að nota secondary fire mikið þá áttu í hættu á því að lenda í því sama og með rocket launcherinn.
3. “Shock Riffle orkubolti í rassgatið á þér”
Prófaðu að starta eigin leik, og skjóta einum eða tveim boltum í vegginn nálægt þér og sjáðu bara hversu vel þér líður eftirá.
4. “Ég skal drepa þig en ég er að deyja”
Það er gefin staðreynd, sérstaklega í CTF að stundum er betra að hörfa en að sækja. Prófaðu næst að stökkva aðeins í burtu, ná þér í smá health og jafnvel armor, og ég skal lofa þér að gaurinn er líklegast nálægt sama staðnum, klórandi sér í hausnum afhverju þú hvarfst. Þannig að hann verður easy pickin'
5. “Nei vá, sjáðu útsýnið mamma!”
Ef þér þykir gaman að fljúga um í reedmer viewinu, þá hlýturðu að elska það að vera skotinn í hausinn eða stunginn í bakið.
Nóg um kaldhæðni.
Það er mikilvægt að skipta um vopn eftir aðstæðum.
Öruggasta og mest efficient vopnið í návægi að mínu mati er
minigun með alternitive fire (skýtur fleirri kúlum í einu en er ekki jafn accurate… sem er bara plús í návígi :)
Þetta vita allir veteran quake spilarar, enda algjör klassík að skjóta gaur með railer og klára hann síðan með chaingun.
Vissir þú, að sama á við með sniper riffle og minigun? :p
Secondary fire á pulse rifle er líka mjög góð og örugg leið til þess að drepa eitthvern ef þú mannst bara að reyna ekki að stinga gaurinn í gegn með vopninu heldur frekar hakka hann í tætlur með því.
Meira seinna, í greininni “Vissur þú að….”