Sælir. Ég (Frederikssen) og Þröstur (Draugsi) höfum verið að spá í það þó nokkuð lengi að setja upp síðu tileinkaða UT (og væntanlega Unreal 2 þegar hann kemur) fyrir íslenska spilara. Væntanleg slóð heimasíðunnar yrði www.unreal.is. Meginhugmyndin á bakvið síðuna er sú að hafa þetta nokkurs konar upplýsingamiðstöð fyrir UT spilara hér á landi. Við erum að spá í því að hafa skipulagt linkasafn sem inniheldur alla nauðsynlega sem ónauðsynlega linka inná aðrar UT síður. Fréttir af Unreal og einhverjar tilkynningar frá adminum t.d. á serverunum o.flr. Við fengum þá hugmynd að bjóða íslenskum clönum uppá hýsingu á síðum fyrir sig (t.d. www.unreal.is/krafla /tbf o.sv.fr.) þar sem þeir hefðu fullt vald á því efni sem þar væri inni. Einnig er möguleiki að hvert klan geti beðið um læstan “kork” þar sem þeir geta talað um sínar strategíur eða hvað sem er án þess að aðrir en klan-meðlimir geta skoðað þetta. Inná síðunni væru tveir almennir korkar um UT og við erum að spá í að hafa einhversskonar “ladder” þarna inni (sem verður þó ekki í líkingu við það sem Svenni og Beggi gerðu á sínum tíma) þessi ladder verður þó mjög einfaldur en ætti að þjóna sínu hlutverki, annar korkurinn væri nátengdur þessum ladder. Einnig eru aðrir möguleikar sem við erum að velta fyrir okkur, t.d. að hýsa demo úr clanleikjum og einnig að velja reglulega einhvern spilara og taka hann fyrir, t.d. taka demo af honum, viðtal og flr. Einnig yrði hluti af vefnum tileinkaður möppurum fyrir UT sem eru að vinna að möppum hérna heim sem erlendis og resources fyrir þá. Útlitið er ekki ákveðið en þetta eru megin conseptin í þessu. Við erum einfaldlega að athuga áhugan hjá ykkur fyrir þessari síðu. Áætlaður tími á því að koma þessu upp er 4 - 5 vikur… þannig að það væri fínt að fá viðbrögð frá ykkur hvernig ykkur líst á þetta. Endilega ef þið hafið einhverjar hugmyndir sjálfir hafið þá samband við okkur eða svarið greininni.
A.T.H. við þurfum að fá frá klan-leaderum fyrir mánudaginn svör við eftirfarandi spurningum, sendið svörin á delphigiz@hotmail.com og/eða draugsivinna@hotmail.com. 1. Klan / Klanleader 2. Vill klanið fá undirsíðu á unreal.is? 3. Vill klanið fá lokaðan umræðukork? 3. Vill clanið hýsa eitthvað aukalega fyrir sig á sinni síðu, myndir, demo…? 4. Ef klanið vill ekki fá undirsíðu, vill það fá link á unreal.is / hvaða link? Ef við fáum ekki inn svar frá klani fyrir þann tíma áætlum við að þeir vilji ekki taka þátt í þessu og gerum ekki ráð fyrir þeim!
That about does it í bili.
kveðjur
Sindri / Þröstu