Sælir. Ég hef verið að sörfa netið í leit að demo-um um góða leiki spilaða í UT erlendis. Ég fann ágæta síðu sem geymir nokkur demo úr UT leikjum spilaðan t.d. í euro-laddernum. Þetta eru ágætis demo og eflaust ættum við að geta lært eitthvað af þeim. Síðan sem ég mæli með er staðsett á http://unreal.xsreality.com/ Þið þurfið væntanlega að ná í einhverjar system skrár til að horfa á sum demo-inn en þær skrár fylgja yfirleitt með (til að horfa á demo þá á að ræsa UT og opna console og skrifa showdemo eða playdemo eða demoplay [nafn á skrá] man aldrei hvaða skipun það er) a.t.h. demo-in verðið þið að setja undir unreal tournament\system möppunni. Endilega reply-ið ef þið vitið um fleiri góðar demo-síður af UT-leikjum.
Svo er annað mál, ég hef verið að spila nokkuð oft á CTF servernum og finnst hann verða sniðugri og sniðugri. Höfum eitt á hreinu, það hefur hvergi verið samþykkt af UT playerum að Window-dropping sé bannað… og af hverju er mér þá kickað fyrir það? Einhverjir snillingar eru alltaf að tala um að ég sé að svindla… gaman að því, því ég hef ekki átt við leikinn á nokkurn hátt… window-dropping er fyribæri sem ekki hægt er að banna því þetta er náttúrulegt fyrirbæri í UT. Svo eru það flamer-arnir á servernum sem hafa ótrúlega mikið að segja og oftast einhver lame-ass comment á aðra spilara… gætuð þið nokkuð geymt þetta þangað til að leiknum lýkur? það væri brill… svo er þetta gaman með liðin, yfirleitt er mjög misskipað í liðum á servernum, t.d. 4 vs. 2 eða það sem verra er 4 vs. 4 og tveir í öðru liðinu idle á servernum, væri nokkur möguleiki að þið disconnectuðu ykkur af servernum þegar þið skiptið um bleyjuna á sjálfum ykkur og jafnvel reynt að fylgjast með liðunum öðru hverju og guðdómlegt væri ef þið gætuð jafnað þau út. Þegar maður spáir í því þá er Unreal serverarnir í góðum málum hérna á íslandi, þeir geta ekki versnað, ég get ekki huxað mér að þeir verði verri og tileinki sér meiri fávitaskap en nú er í gangi. Svo skulum við reyndari spilarar í Unreal Tournament fara að halda okkur saman um siðaboðskap hérna á huganum um hvernig spila skuli leikinn, því ég hef ekki séð eina góða fyrirmynd í topp spilurum landsins sem newbiez ættu að geta lært af, þegar þessir reyndu eru að tala um að jafna í liðum og spila út allan leikinn þá get ég fullyrt að ekki nokkur af þessum mönnum undir sínu einu nikki geri þetta. Þannig að núna er um að gera að kíkja á demo-in og huxa sig vel um, hvernig maður geti hegðað sér eins og fáviti inná servernum til að reyna að snúa þeim til hins verra og toppa fávitaskapinn.
p.s. kæru admins á serverunum, gætuð þið nokkuð passað að taka bannið af án þess að það líði einhverjir dagar þangað til að maður er afbannaður, það væri fínt.
p.s.s. endilega spilið undir alt-nicci og rífið kjaft það er fun. Newbies a.t.h.: ef þið spilið undir alt-nicci (eða einhverju breytilegu nicci) er gott að leggja þessi orð á minnið: lame-ass-newbie fáviti, getur átt við um flesta… sniðugt að flodda 3svar til 4 sinnum yfir leikinn og setja eitthvað hentugt nic fyrir framan. Annað gott orð er aumingja-campari, það virkar vel ef einhver nær að skjóta þig í hausinn með sniper… ef nægur tími er til staðar þá er gott að bæta sniperhóra á undan. Ef einhverjir dirfast að segja gg eftir leikinn þá er sjálfsagt að kalla þá stigahórur og lamera… slíkt vekur alltaf gleði á servernum. Þegar einhver kappar… þá er um að gera að láta heyra í sér og bölva viðkomandi player og kalla hann svindlara og heimta að honum verði kickað undir eins… og nota bara hugmyndaflugið… það virkar alltaf best. Svo er það náttúrulega aðalatrðið, ef liðið þitt er 2 köppum undir og 5 - 8 mínútur eftir í leiknum, er sjálfsagt að skipta yfir í hitt liðið og vera í vinningsliðinu þegar leikurinn endar, ef einhverjir vitleysingar segja eitthvað við því, þá er best að nota rök eins og þegjiðu stigahóra eða eitthvað álíka smellið til að svara þeim, ef þú getur ekki skipt um lið er best að disconnecta þig strax og koma inní næsta leik og kvarta yfir því að þér hafið verið kickað og nota tækifærið og bölva admin-guttunum. Nú svo geturru alltaf kvartað yfir laggi… það er global-ástæða fyrir því að fleima inná servernum, best er að nota fúkyrði með slíkum setningum, t.d. fucking lagg inná þessum fucking server… ef þú stendur einhvern annan að því að vera að kvarta yfir laggi, svaraðu þá með málefnalegum innleggjum t.d. þúrt á druslu tölvu, áttu ekki að vera sofandi aumingji eða hættu þá að spila á nintendo og mundu bara eftir því að nota einhver snjöll blótsyrði með, þannig ættirðu að geta komist inní clan undir eins og öðlast nafn í UT á íslandi.
well… þetta ætti að duga í bili.
bestu kveðjur
~H2O~Frederikssen~ og activur alt-niccer.