Mest spennandi finnst mér nýja gametypeið sem kallast Unreal Warfare. (Flestir sem þekkja til unreal leikjanna ættu að þekkja hype-ið sem hefur legið í kringum þetta Unreal Warfare. Átti þetta ekki að vera sjálfstæður leikur á sýnum tíma ?)
Það sem epic menn eru að reyna kynna með þessu er enn stærri vígvöllur en við þekkjum úr Onslaught!. Sumir hafa kallað þetta færslu yfir í MMO heiminn (þá vitna ég t.d í beyondunreal) en ég vill meina það að eftir ekki of langann tíma muni MMO og stórir netleikir renna í eitt og sama. Þar sem nýjustu grafíkvélarnar og netkóðanir hafa þróast ört undanfarið!.
En í þessu gametype eru semsagt nokkur lið, hver með sín tæki og tól. Þar sem þetta eru risavígvellir meigum við búast við nóg af tækjum, ásamt því að það verði eitthverskonar (Resource) kerfi. Ekki ólikt því sem þekkist úr Onslaugt. Svo að í stuttu máli þá er Unreal Warfare gametypeið bara Onslaugt á LSD trippi. Margfallt stærra, meira strategy en í onslaugt og mikið lengri bardagar.
Helsta breytingin er þó nýja grafíkvélin “unreal 3” sem að á eftir að kollríða öllu. Ég tel þá vél búa yfir ennþá meiri framtíðarsýn heldur en source vélin hefur nokkurn tímann gert. Einnig skulum við vona að Epic muni veita sömu hjálparhönd og þeir hafa gert undanfarið við mod samfélagið sem er eitt það stærsta í heiminum, þó svo að UT2003 og 2k4 hafi aldrei náð sama notendafjölda og ut(99) gerði.
Þar sem PS3 og XBOX360 eru að koma út á næstunni, þá hafa ýmsir verið að segja að endalokin nálgist fyrir PC leikina, (ég er Mjög ósammala þessu) og er gamann að sjá grein sem birtist í dag (31.okt) þar sem ýmsir af stæðstu framleiðendum og tölvu-vinnslu fyrirtækjum eru að seimanast um að koma PC leikjunum aftur á toppinn. Þetta eru fyrirtækji eins og Dell - Microsoft - gamestop. En það eru einmitt microsoft sem gefa út leiki frá EPIC í dag. Kanski er það þessvegn sem Gears of war á einmitt að koma út á PC eftir að hann kemur á Xbox360. Einnig er gamann að heyra frá microsoft að nýja Vista stýrikerfið á að vera sérstaklega leikja freindly.
Lokaorð: Erum við að fara sjá endurvakningu UT samfélagsins á íslandi við komu UT2007, Líklegast ekki. Hinsvegar býst ég við því að UT2007 muni seljast mun betur en fyrri leikir hafa nokkur tímann gert. Mér finnst ekki ólíklegt að Nvidia muni láta hann fylgja með nýjustu kortum sínum þegar hann mun koma út til að sýna styrk kortsins. Ásamt því að microsoft er mjög líklegt til að láta hann fylgja með vélum sínum þar sem við erum að sjá þessa aukningu á PC leikja kynningu hjá þeim.
Allavegna veit ég það að mér (mig) hlakkar alltaf til nýs Unreal leiks. Þessi lítur betur út en flest annað sem við höfum séð myndir af á markaðnum í dag, og kanski er það eini galli leiksins, ætli maður þurfi ekki að endurnýja allt áður en hann kemur út :P
Snavyseal