'Undir fönninni glittir í blómið sem blómstrar' Heilir og sælir UT-arar.

Eins og ég hef áður komið hér á framfæri þá hefur meistari PeZiK sett upp þjón sem inniheldur UT, og það yfir hátíðirnar. Hvet ég ykkur eindregið að koma og sanna fyrir mér og öðrum að þið hafið ennþá snerpuna, jafnvel getuna.

Gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til að lífga upp þetta áhugamál, þennan tölvuleik og hvað eina, en allt hefur rekist í þúfu og hrunið jafnskjótt. Síðan skaust það inn í umræðuna fyrir nokkru að halda kveðjulan (ég einmitt stakk upp á því) og eru allir til, en enginn nennir að gera eitthvað í því.

Kannski er best í stuttu máli að fara yfir sögu UT á Íslandi.

Leikurinn fauk af hillum tölvuleikjaverslana á síðustu öld, 1999. Fljótlega náði hann smá kjölfestu hér á landi, og urðu fljótlega tvö starfræk klön, þau ~H2O~ & K|rafla
Síðan fylgdu !brb, AI, HIC og DF.

Lengi vel einokaði H2O UT á Íslandi, vann alla leiki og voru einfaldlega LANG bestir, en þó risu hin klönin til að verða þeim erfiðir síðar.

UT menningin stækkaði og stækkaði, en var samt alltaf í skugga AQ, Q3 og CS. En síðan, á Skjálfta 1 2001 þá fengu eiturharðir UT-arar óvæntan glaðning. UT komst sem keppni á Skjálfta! Eftir þa brutust út mikil fagnaðarlæti sem eingöngu er hægt að líkja við þegar uppreisnarmenn í París höfðu loksins tekið Bastilluna á sitt vald.

Þá hófst einokun ~H2O~ að alvöru. Voru þeir ósigraðir í mörgum clan mötchum, og unnu fyrsta Skjálfa. Þeir hættu ekki þar og unnu líka seinni skjálftann, og voru enn ósigraðir. En þá ber sögunni loksins að falli ~H2O~.

~H2O~ blaðran var útþanin og eins og allar blöðrur, þá sprakk hún á endanum. Skjálfti 3, 2001. Clön; H2O, TbF, TNT, RWA. Þá vann TbF > TNT, H2O unnu TbF, og síðast en ekki síst, TNT vann H2O. Loksins hafði hið stjörnuprýdda lið ~H2O~ orðið vitni af ósigri, sem að lokum varð ekkert of stór bitit fyrir þá, heldur komu þeir til baka og unnu þennan skjálfta. 1. ~H2O~, 2. ±TbF±, 3. [TNT], 4. RWA. En þetta lofaði ekki góðu. Þegar loks kom að Skjálfa 4 2001, höfðu ~H2O~ menn hætt með taggið ~H2O~ og tóku upp <.> eða Dot. Þennan Skjálfta unnu TbF við mikinn fögnuð Trúboðafolanna, en til dot til mikillar gremju. Þar endaði einokun H2O í UT, og þeir hættu flestir þarna og fóru hver sína leið.

En stökkvum aftur í tímann. Eins og ég nefndi áðan þá var Krafla einni eitt af fyrstu klönunum, og hurfu þeir því miður fljótlega sporlaust án þess að nokkur vissi afhverju. DF komu sterkir inn og bjuggu fljótlega til mikinn ríg við AI, en DF fjaraði út þegar meðlimir þeirra hættu vegna tíðra skota hér í greinum og korkum á huga. (Saint er gott dæmi) en MrSmile hélt ótrauður áfram, og varð síðar einn af betri spilurum landsins. Þá er sögunni komið að AI. Stofnað 1999-2000, nokkrir nemendur í Árbæjarskóla tóku sig saman og stofnuðu AI (Artificial Intelligence). AI var lengi að komast á fót sem eitt af betri klönum landsins en þegar loks vitist birta til sólar, komu upp óskiljanleg rifrildi meðal nokkurra leikmanna um höfundarrétt á þessu öllu saman, og héldu því betri helmingurinn í burt og stofnuðu ±TbF± (Trúboðafolana), og fljótlega í kjölfarið fóru þeir góðu úr AI yfir í TbF, og eftir í AI sátu varamennirnir. AI hætti og byrjaði aftur, hætti og byrjaði aftur. Síðan hætti AI endanlega undir lok UT á Íslandi, þegar nokkrir stofnendur sameinuðust nýstofnuðu klani LaR.

!brb þótti mjög öflugt klan á þessum tíma, og voru með, að margra mati, besta stjórnandann í UT, kjwise. Þeir rituðu nöfn sín á spjöld UT sögunnar á Íslandi með mikilli baráttu og hlutleysi í komandi rifrildum, en líkt og krafla, þá hættu þeir sporlaust, mörgum til mikillar furðu.

HIC, Hilusa (Hilusa Campers eins og þeir voru kallaðir þar sem C-ið var frekar einmana í nafni þeirra) voru nokkrir drengir á mjög unga aldri og áttu örfá ár eftir í gelgjuna þegar þeir hófu sókn sína í UT. Þeir voru lengi að skapa sér nafn á þjónum, en mjög fljótir að minna á sig á korkum og greinum. Úr þessu klani stigu þrír hvað hæst, Striker, SmurF og Your_Mom … en þeir áttu eftir að vera valdar erfiðra tíma í UT og mikilla rifrilda sem ég ætla ekkert að rekja hér. (Hver sem er getur skoðað þau með því að skoða greinayfirlitið hérna)

En nóg af klönum, kannski kominn tími til að minnast á menningarvita UT á Íslandi.

Bjornjul fór einstaklega vel með UT þegar að skjálfta kom. Hann var sannkallaður burðabiti UT lengi vel og sá um að halda uppi þjónunum sem áttu eftir að draga til sín margan manninn, og vil ég þakka honum formlega fyrir hönd míns og Dippers fyrir að hjálpa þessu að vaxa í þann stutta tíma sem þetta stóð yfir.

Bunny, lifandi goðsögn UT á Íslandi. Sannur sendiherra UT á Íslandi og þótti einstaklega tungulipur hvað varðaði röksemdafærslur og spjall. Bunny var lengi vel lang besti UT spilari Íslands, og er í dag ómögulegt að bera einhvern saman við hann, því hann var einstaklega fær á þjónunum, jafnt sem utan þeirra. Hann hikaði ekki við að kenna hinum, hinar ýmsu kúnstir sem gerði hann að besta sóknarmanni / flaggbera UT sögunnar á Íslandi. Fátt við þetta að bæta, en að segja: Takk!

Síðan voru fleiri hetjur eins og t.d Svolfluga, kjwise, DelphiGiz og WuTangThis, en ég ætla ekki eins og áður sagt, rekja sögu allra því það endar áreiðanlega með því.

UT hafði upplifað bæði góðar og neikvæðar bylgjur, en þá skyndilega tröllreið yfir landanum fooze videoið og Levitation videoið. Fólk fór að líkja þessu við heilögu ritninguna sjálfa, og jafnvel setja þetta í sess með hinum einstöku íslendingasögum okkar.
Margir hófu reyna fylgja þessum video-um eftir, en aðeins eitt langt og formlegt video kom út. Dipper og Smelkur gáfu út sitt, Cold as Ice, sem var eins og gefur að skilja bylting á Íslandi. Best ber að nefna að eftir fooze og levi, þá varð hugtakið shock-hóra til að alvöru, og fóru menn að reyna hitta shock kúluna á ferð og allt það.

Nokkrum mánuðum seinna kom UT2003, sem var mikið lofaður. Ellismellirnir voru ekki tilbúnir í að stökkva frá UT, yfir í UT2003, sem var stundum kallaður Quake 4, og dó þetta UT2003 æði á sama tíma og það hófst. Ekki náði heldur UT2004 að gera nokkrar rósir og dó UT menningin eins og við gömlu þekkjum hana fyrir 1-2 árum síðan.

En aftur að því sem greinin hófst með. Eftir itrekaðar tilraunir til að lífga þetta við, þá hafa allir gefist upp á þessu klabbi. PeZiK opnaði þjón yfir hátíðirnar sem er ætlaður sem dægradvöl. Ég hvet ykkur til að koma og láta sjá ykkur og spila leikinn sem við allir/öll elskum. Hátíð ljóssins væri réttara að taka fram, því þetta verður hátíð ljóssins … ljóssins á tölvuskjánum ykkar þegar þið eruð telefraggaðir, shockcombo-aðir eða rocketjump-aðir.

… komdu, vertu með! : 130.208.223.86:8888 <<<<

(Við berum enga ábyrgð á öllum röngu upplýsingunum í söguumfjölluninni, enda erum við kalkaðir og gamlir jálkar)

Kveðja, og von um gleðileg jól,
GIZ-ZI & DippeR