Undanfarið hefur mikið verið rætt um meint oflæti og hræsni
ákveðins klans, sem hér skal ónefnt, í UT heiminum á Íslandi.
Ég ætla ekki að taka þátt í þeirri umræðu per se en mig langar
að velta fyrir mér hvað það er sem prýðir góða og lélega
leikmenn. Í mínum huga (no pun intended :) hefur góður CTF
leikmaður flest það sem ‘lélegur’ leikmaður hefur ekki.
Ykkur er frjálst að bæta við eftirfarandi lista eins og ykkur
sýnist eða koma með ábendingar og áréttingar um hvað það
er í ykkar huga sem prýðir góðan leikmann.
Here goes..
1. Góður CTF spilari er mjög hittinn…lélegur CTF spilari er
ekki eins hittinn.
Þetta er líklega það sem flestum dettur fyrst í hug en að mínu
mati er þetta það sem skiptir minnstu máli. Þegar menn
komast í stuð geta menn orðið alveg fáránlega hittnir.
2. Góður CTF spilari er ‘team-player’…lélegur CTF spilari er
'solo-player'. Góður CTF spilari gerir það sem þarf til að liðið
nái sameiginlegu markmiði….hangir í vörn þó það sé
stundum leiðinlegt, fer að skila flagginu þó svo hann sé ekki
með redeemer og coverar flag-carrierinn þó svo hann fái ekki
eins mikil stig og hann fengi fyrir að skora sjálfur.
3. Góður CTF spilari veit _alltaf_ hvar EFC er og reynir að
skemma hann…lélegur CTF spilari hefur yfirleitt ekki hugmynd
og fer helst ekki að skila flagginu nema halda á redeemer. Ef
maður veit hvar flag-carrierinn er þá getur maður allavega
reynt að skemma hann, þó svo manni takist ekki alltaf að
drepa hann.
4. Góður CTF spilari er ekki camper…lélegur CTF spilari vill
helst chilla með sniper. Sniper riffillinn er örugglega öflugasta
vopnið í UT…ef þú ert _mjög_ hittinn. Fæst borð bjóða hins
vegar ekki upp á að menn noti sniperinn nema örsjaldan í
leiknum (Face er t.d. ekki ‘sniperborð’). Gleymdu ekki að ef
'venjulegur' UT spilari hittir sama og ekki neitt með sniper
_nema_ að hann standi kyrr og eins og þið vitið þá er mun
auðveldara að hitt mann sem stendur kyrr en mann sem
hreyfir sig.
5. Góður CTF spilari er hugmyndaríkur og hugsar fram í
tímann…lélegur CTF spilari er ekki hugmyndaríkur og hugsar í
mesta lagi fyrir næsta horn. Ef maður veit nokkurn veginn
hvernig mótspilari bregst við því að maður sé með flaggið þá
getur maður gert eitthvað hugmyndaríkt sem hann býst
örugglega ekki við til þess að auka líkurnar á því að maður
stúti honum áður en hann stútar manni sjálfum.
6. Góður CTF spilari er ‘stealthy’…lélegur CTF spilari er með
mikil læti og dregur að sér athygli. Ef maður kemst yfir í
óvinastöðina án þess að tekið sé eftir manni þá hefur fulla
heilsu og ‘the element of surprise’ (og ef maður er með
'jumpboots' þá er maður í enn betri málum).
Ég hef eflaust gleymt einhverju mikilvægu svo endilega komið
með athugasemdir.
PunkFloyd!