Sælir guttar!
Það er alveg sama hversu góður spilari þú ert en í CTF er það samvinna liðsins sem skilar árangri en ekki einstaklingurinn. Ef liðið hefur ekki markmiðin á hreinu þá er það mjög líklegt til að tapa. Ég hef tekið eftir þessu hjá íslenskum spilurum sem eru ekki orðnir nógu sjóaðir í UT að þeir eru oft á einhverju egóflippi og eru bara að safna dóti eða dunda sér í einkabardaga einhverstaðar úti í horni þar sem þeir skila engu fyrir liðið.
Dæmi.
Ég er með óvinaflaggið með her manns á eftir og kalla á hjálp. Einhver kemur á fullu en í stað þess að hjálpa og fylgja flagginu heim þá fer hann bara framhjá. Svo þegar komið er í heimastöð þá er enginn þar nema óvinurinn sem er að hlaupa með flaggið mitt í burtu. Grautfúlt og afspyrnulélegt.
Makmiðin eru einföld í CTF.
Sækja óvinaflaggið.
Passa sitt eigið flagg.
Drepa allt sem truflar liðið þitt við þetta.
Sá langflottasti
=DNA=