Þegar maður spila á public servernum virðist oft eins og fólk
sé þarna eingöngu til að tala saman… maður hefur lent í því
að vera með þrem öðrum í liði og þeir eru allir að kjafta
saman um einhvað og ekkert að pæla í leiknum. Það er erfitt
að vera 1 á móti 4 (ekki ómögulegt, en erfitt ;-) og vil ég benda
fólki sem þarf að tala mikið saman að nota síma eða irc eða
önnur samskiptatæki.. ekki eyðileggja leikinn fyrir hinum.
Allt í lagi að senda einhver skilaboð og þess háttar en að vera
á stöðugu blaðri heilan leik er alveg óþolandi.
Svo er það hitt atriðið sem ég vildi nefna.. nokkur svona tips
fyrir fólk sem vill spila sem lið í CTF. Þegar einhver er með
flaggið í þínu liði er tvennt sem á að gera. Annað hvort að
halda stöðinni hreinni eða covera flaggberann… EKKI fara og
skjóta einhverja gutta eða út í loftið, campa á einhverjum stað
sem skiptir engu máli og þessháttar. Nú stundum getur verið
erfitt að finna flaggberann vegna þess að hann segir ekki hvar
hann er.. þá er eitt eftir: Halda stöðinni hreinni. Það er fátt
meira pirrandi en þegar maður kemur aftur eftir “erfitt” hlaup
bara til að labba upp í flasið á 3 guttum.. allir að campa í
stöðinni… og allir sem eru með manni í liði eru að bíða í
óvinastöðinni eftir einhverju sem ég veit ekki hvað er….
Svo er annað mál ef Óvinurinn hefur flaggið þitt. Þá á auðvitað
að reyna að skila því og ekki reyna að skjóta hvern einasta
gutta á leiðinni, og fara að safna 5-6 byssum og þessháttar
dóti sem maður hefur ekkert við að gera. Taka byssuna sem
manni líður best með, armor ef hann er í leiðinni og dam amp
ef mar sér það.. og svo bara að rjúka í guttann með flaggið…
oft eru einhverjir að covera hann en það skiptir ekki máli. Það
er bara einn gutti með flaggið og hann þarf að deyja, hinir
koma málinu ekki við.
Bottom line: Einbeita sér að markmiðinu!!
Þetta fer fyrst að vera skemmtilegt þegar fólk lærir að vinna
saman sem lið…
Það er fátt meira pirrandi en að fá enga hjálp fá liðinu sínu
(hvort sem er á public server eða í clan matchi). Það er
kannski eitt sem er meira pirrandi en það eru lamerar sem
campa með impact hammer á bak við teleportera…
Endilega tjáið ykkur um þetta.. hvað teljið þið vera gott
teamwork í CTF?
potent