Heilir og sælir hugarar,
Núna þegar hinir ýmsu leikir eru að koma út, þá er verið að tala um að UT serían sé á enda runninn. UT átti sitt blómaskeið, UT2k3 náði smá vinsældum, en koma UT2k4 var síðasti naglinn í líkkistuna.
Fólk talar um að þetta sé dautt og allt það ….
… ég hef verið að tala við ýmsa gamla UT-ara, og hefur sú hugmynd skotist upp oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að halda kveðju-lan leiknum til heiðurs.
Sjálfsagt eru allir þeir gömlu UT-arar að stíga sín fyrstu skref í fullorðinsárin, þá eiga sumir eftir að ‘þroskast’ upp úr tölvunni og halda á vinnumarkaðinn, stofna fjölskyldur og hvað annað.
Ég er a.m.k með því að halda eitt gott kveðju-lan, en boltinn er hjá ykkur, hvort þið sjáið ykkur færa til þess.
Hvernig er svo stemmningin fyrir þessu?
Ég vil kannski líka nota tækifærið og þakka fyrir mig, þetta UT tímabil bauð upp á allt, skemmtun, drama, sorg og gleði. Maður eignaðist fullt af nýjum vinum fyrir lífstíð. UT … þakka þér fyrir.