Tyrkja-Gudda var löguleg frú sem tekinn var frá Íslandsfaðmi þegar rétt var orðinn mannshæf. Kölluð var hún Tyrkja-Gudda og eigi að ósekju því ól hún ævi og aldur í Alsír að því nú er talið er. Þetta var afleiðing af hinu margfræga Tyrkjaráni því er blóðgaði Íslenska þjóðarsál. En nú, þegar við horfum yfir farinn veg, við spilarar þeir er kjósum Unreal Tournament frammyfir aðra leiki hljótum við að sjá í gegnum dalalæðuna sem legið hefur yfir stjórn UT á Íslandi. Geri ég ráð fyrir að einhverjir reki nú upp stór augu, við þessi ummæli og ætli að ykkur sé ekki full fyrirgefið sá gjörningur allaveganna í bili. Það sem ég nefni hér að ofan sem stjórn UT á Íslandi, eru að sjálfsögðu flaggberar ættbálkanna sem myndast hafa og virðist landnámi UT á Íslandi vera langt í frá lokið. Með fyrstu ættbálkunum voru tildæmis halakörturnar í H2O og óskírlífisseggirnir í A.I. En þessir ættbálkar kjósa sér sirkusapa sem hittast og dansa elegant um leið og þeir misnota gróflega það vald sem þeir hafa og virðast vera grunlausir um ábyrgðina sem fylgir því að leiða hjarðahóp til betri vegar. Hræsni og aftur hræsni hefur stjórnað gjörðum þessara manna allt frá því að þeir skriðu á toppinn í leiknum og eftir það sjá þeir aðeins þær hræður sem skjálfa á toppnum með þeim. UT samfélagið mun aldrei blómstra á Íslandi nema með fullri ábyrgð allra spilara sem í ættbálkunum kjósa að dvelja. Ég hef fylgst með umræðum á korknum og hef ályktað af því að skipulagsleysi sé helsta orsök fyrir því að menn nái ekki einingu um æfingar og keppnisleiki. Hef ég heyrt af því að innan UT samfélagsins sé kominn saman hópur af uppreisnarmönnum sem ætlar sér að yfirtaka UT samfélagið og kúga okkur til hlýðni. Það sem ég bið ykkur bræður um, er eining. Vil ég fá kosningu á stjórn UT á Íslandi við fyrsta tækifæri, verður sú kosning rafræn. Stjórnina skulu skipa 5 manns og þeir skulu taka fulla ábyrgð á UT samfélaginu og skipulaggningu á því. Eigi mega sitja í stjórn fleiri en 2 menn úr sama ættbálk. Skulu þeir leitast við að hefja UT á Íslandi til vegs og virðingar. Sé þessum kröfum ekki hlýtt er ég hræddur um að Nostradamus og Tyrkja-Gudda verði vonsvikinn, VÉR MEGUM EKKI BREGÐAST ÞEIM!!!
KVEÐJA
WuTangThis
Hyllið þetta fávísir og vísir.is
{DF}