Ég þakka svörin þó ég sé ekki sammála þeim.
“Ábyrgðin er sjálfútskýranleg þar….”
mitt svar: Flest öll klön hafa sitthvora uppbygginguna og í H2O er enginn leader sem heitir. Ég er forsvari sjálfs míns en ekki H2O og geri það sem ég tel vera skynsamlegst hverju sinni. Ég reyni eftir mesta megni að hafa sem flesta ánægða með það sem ég geri fyrir samfélagið í heild og flest allir aðrir sem gera einhvað reyna það eflaust líka. Í sambandi við ut.is deildina vill ég segja að ég tjáði mig um hvernig þetta er gert erlendis og hvernig reynslan af því er en það féll í grýttan jarðveg, og dró ég mig í hlé frá því dæmi, enda virtist vera búið að ákveða fyrirkomulagið áður en spurt hvernig fólk vildi hafa það. Hinsvegar þá hef ég samt boðist til þess að setja upp servera fyrir leiki sem fara fram í þessari deild (með góðfúslegu leyfi umsjóna manna simnet serverana) og mun taka þátt í henni ásamt H2O ef þeir viljinn er fyrir hendi. Og svo að lokum tel ég að samstarf H2O við hin klönin hafi verið gott.
“Jamm, ég kýs að kalla framgang fylkinga hræsni….”
Mitt svar: H2O er elsta liðið á landinu í dag og með mestu UT reynsluna að ég held, enda höfum spilað sama í keppnum erlendis, en ég held að það hafi önnur klön ekki gert ennþá. H2O er í dag sterkasta klanið en hin klönin læra hratt og miklu hraðar en ég gerði allavega. Ég og fleiri höfum reynt að kenna og sýna það sem við kunnum fyrir okkur til að fýta því ferli og hafa meðlimir klanana yfirleitt tekið vel í það enda hafa þeir flestir áhuga á því að læra. Mér hefur aldrei fundist það vera rangt að monta sig aðeins svo framarlega sem maður fer ekki yfir strikið og ég tel mig ekki hafa gert það. Hitt er annað mál að við í H2O höfum ákveðið að reyna okkar besta til að halda stöðu okkar sem klan númer eitt á landinu en ég efast stórlega um að við getum það mjög lengi vegna framfara hraða hinna klanana. Að segja að við brjótum niður vonir manna um fyrsta sætið finnst mér ekki vera rétt. Tökum AI sem dæmi, en þegar þeir fóru að koma fyrst á simnet þá voru þeir allir nýjir og kunnu ekki mikið fyrir sér, 2-3 (kannski 4) mánuðum seinna á Skjálfta var þetta klanið sem stóð mest í okkur og eiga þeir hrós skilið fyrir það og ég held að þeir hugsi sér gott til glóðarinnar á næsta skjálfta og verða án efa enn sterkari og samvinna þeirra miklu betri. Það má ekki gleyma því að þetta er keppni og það þarf yfirleitt að hafa fyrir hlutum þegar maður keppir. Þegar ég byrjaði að spila erlendis þá var maður oft rasskelltur en maður gafst ekki upp heldur fylgdist með hvernig hinir sem rasskelltu mann spiluðu og lærði af þeim… það sama gildir í dag, nú er bara minn tími til að rasskella aðra og vonandi gefast þeir ekki upp heldur reyna að fylgjast með og læra.. þannig hefur það oftast gengið fyrir sig í öllum íþróttum og keppnum um alla tíð.
“Auðvitað hljóta þessir 5 einstaklingar að bera ábyrð samfara….”
mitt svar: Ég held að núverandi fyrirkomulag sé betra þar sem hver og einn getur látið sitt af mörkum í stað þess að bera það undir einhvert vald sem var búið til. Þetta vald sem þú talar um myndi ég frekar líta á sem virðingu meðal hinna spilarana fyrir einhverjum öðrum. Fólk er dæmt af hlutunum sem þeir gera og ef fólki líkar þeir hlutir sem gerðir eru þá fær maður ákveðna virðingu, og svona er þetta allstaðar. Það verða alltaf til sterkir hópar hvort sem einhver stjórn er eða ekki. Mér finnst að ef það væri einhver Stjórn yfir hvernig fólk á að haga sínum hugmyndum þá myndi það skemma meira en hitt, aðallega vegna þess að þá er einhver sem er hærra settur en einhver annar og allt sem á að gera þarf að fara í gegnum einhvert yfirvald sem ákveður hvað er “góð” og “slæm” hugmynd, hvort sem þeir vita einhvað um málið eður ei… þetta finnst mér ekki eiga heima í net-tölvuleikja heiminum, þó það geti átt vel við annarsstaðar… en ég er samt opinn fyrir þessari hugmynd, finnst bara að það þyrfti að færa hana betur út, ég veit bara ekki hvernig ennþá.
“Nákvæmlega er þetta skot á framkomu þína á unreal á huga…”
Mitt svar: Ég hef talið mína framkomu hér á huga góða frekar en hitt, og eins og ég sagði fyrr í þessu _stutta_ and-svari mínu sé ég ekkert að því að monta mig aðeins yfir velgengi þó án þess að fara yfir strikið… að vísu geri ég mér grein fyrir því að mat manna á því hvað fer yfir strikið og hvað ekki er misjafnt. Ef það sem ég hef skrifað á huga er svona langt yfir strikið afhverju hef þá ekki fengið að heyra það frá fólki? Ég biðst afsökunar á því ef ég hef móðgað einhvern einhvern tíma, það er ekki í mínu eðli að gera lítið úr fólki þótt að stundum geti maður ekki staðist mátið, og þá gerir maður það í gríni en ekki alvöru ;) Ég er að nota tækifærið á meðan mér gengur vel því ég veit að það verður ekki lengi í viðbót. Og þá tekur eflaust einhver annar við…
Þar sem ég er ekki eins góður penni og þú ert þá urðu svörin lengri en ég gerði ráð fyrir í upphafi, vonandi skilst þetta sjónarmið mitt samt sem áður.
potent