//Tilkynning frá framleiðendum Unreal 2
Það er alltaf gaman að vera fyrstur með fréttirnar. Staðreyndin er hins vegar sú að í fyrragær gáfu framleiðendur Unreal 2 út yfirlýsingur á www.wired.com um útgáfudag á Unreal 2. Útgáfudeginum hefur nú verið frestar um óákveðinn tíma, þar sem þeir eru komnir í samstarf við Nvidia uppá næstu kynslóð skjákorta. Þetta ætti að gleðja macca eigendur þar sem þeir eru þeir einu sem hafa fastan útgáfudag á skjákortunum. Hins vegar getum við PC notendur huggað okkur við það að Unreal 2 sem verður mun ófullkomnari miðað við Macca útgáfuna þó við fáum hana fyrr, er sú að öll möppinn sem munu verða á Macca útgáfunni fylgja PC útgáfunni þó svo við getum gleymt því að lightning effects og eitthvað slíkt verði með. Þeir líkja PC útgáfunni við alfa testun á því producti sem Maccinn á eftir að sýna en eitt er þó ennþá vandamálið við hönnunina á Unreal 2 og það er að FPS er í kringum 40 - 50% af því sem við þekkjum sem spilum reglulega UT. Þetta þýðir með öðrum örðum að netspil á Unreal 2 verður væntanlega aðeins fyrir macca-eigendur. (G4 og aðra dýrgripi) Vonandi verður þetta þó ekki til þess að skemma helgina fyrir ykkur en ef allt bregst má þó alltaf hugga sig við UT - Jail break moddið sem mér finnst hörmungur btw! en nóg um það.