Ég hef orðið var við það að margir eru að nota translocate-ara á Símnet serverunum, sérstaklega CTF. Hvað eru þeir að sanna þarna? Er þetta ekki aumingjaskapur að geta ekki gengið, hoppað eða hlaupið á staðinn? Ég efast stórlega að þeir séu sérstaklega góðir með því að vera að nota þessa translocate-ara. Afhverju er ekki hægt að hafa eitthvað fyrir því að þurfa komast að flagginu? Haldið þið að það sé skemmtilegur leikur þegar allir eru að nota translocate-ara og enginn skýtur hvorn annan? Í staðinn eru allir að flytja sig á milli staða. Ef það eiga að koma einhverjir nýliðar inn á Símnet, hættið að nota þessa hel***is translocate-ara! Þótt það séu margir inn á serverunum núna, þá finnst flestum þetta pirrandi og á endanum hætta þeir að koma og Unreal menningin hrynur niður eins og Rómaveldi. Eftir að ég verð orðinn leiður á translocate-urum það mikið að ég hætti á Símnet, þá fer ég bara í Counter-strike. Þar eru engir svona hlutir.

——-
$Frami$Fragman