Ég er nýbyrjaður að spila UT eftir að hafa verið forfallinn quake spilari í nokkur ár. Ég var að spila CTF í gær og lenti í fremur pirrandi atviki. Þannig var að liðin voru nokkuð jöfn, frögg hér og þar en ekkert cap í gangi hjá hvorugu liði. Við fórum tveir inn saman og náðum í flaggið hinn var fraggaður en ég slapp með flaggið og lítið eftir í heilsu. Þegar ég er að hlaupa útur baseinu þeirra þá kemur teamateinn H2Osvenni og birtist hjá mér. Ég hélt að liðsmenn ættu að spila saman en í staðinn hirti hann bæði armorinn og alla health pakkana sem voru í sjónmáli. Eftir það teleportaði hann sig í burtu og lét sig hverfa. Ég náði að hlaupa eitthvað áfram en með 60 í heilsu var ég fragg með fætur. Þetta finnst mér fáranleg frammistaða af teammate því við eigum jú að standa saman er það ekki? Ég er ekki að segja að H2Osvenni kunni ekki að spila í liði, mér finnst þetta eingöngu sýna hversu lítil samstaða er á þessum serverum… vonandi batnar þetta eitthvað…

Frag ´em all!
——————-
WuTangThis
——————-