Þá er demoið loksins komið út. Eins og svo margir aðrir hafa gert þá er ég búinn að vera að spila UT2k4 demoið á fullu upp á síðkastið og hef ég líka verið að gera samanburð milli UT2k3 og UT2k4.
Þegar UT2k3 kom út þá voru allir að búst við þessum leik sem myndi kannski slá UT út af borðinu og bjarga þessu vægast sagt sundur tætta samfélagi sem var hérna á íslandi, og kannski út í heimi. En eftir nokkura spilun þá voru allir orðnir leið á öllu þessu eye-candy rugi sem Epic vildu kalla UT2k3. UT2k3 leit bara svipað út og UT en það voru jú nokkur atriði sem voru svipuð í leikjunum en UT2k3 hafði enganvegin þann Fun Factor né þetta geðveika gameplay sem UT hafði uppá að bjóða. Eftir smá tíma dó samfélagið og þar af leiðandi leikurinn.
Núna er UT2k4 kominn út og þá kannski hugsa margir að hann sé alveg örugglega bara sama og UT2k3 nema búið að bæta við eikkurum farartækjum og rugli við. En sú er raunin svo sannarlega ekki.
Fyrsta sem ég fór í var Deathmatch á móti nokkrum bottum og um leið og ég var búinn að spila í svona 1 til 2 mín þá fann ég strax að leikurinn var öðruvísi. En þegar ég fór að gá betur að þá tók ég eftir eftirfarandi hlutum í sambandi við til dæmis vopnin:
- Slurm gerir minna damage og fer slurm kúlan styttra.
- Minigun gerir miklu minna damage og skýtur hraðar. Einnig er búið að taka burt Lockdown sem var mjög leiðinlegt í UT2k3.
- Assault rifle: Accuracy hefur verið hækkað, sprengjurnar gera minna damage og ROF (rate of fire) minkað.
- Translocator: Búið að bæta við einu skoti (6 skot alls) og er hann miklu fljótari að hlaða aftur upp skotin.
- Linkgun: nýtt útlit, effects og hljóð. Secondary gert aðeins sterkara.
- Shockinn fékk nýtt útlit og hljóð. ROF er minna í primary og kúlan fer miklu hraðar.
- Flakinn: ROF er minna á kúlunni og fer hún hægar og gerir minna damage.
- Sheild gun: lengur að hlaða sig og sneggri að eyða ammoi. tekur miklu minna á sig heldur en gamli.
Annað sem ég tók eftir að ef þér líkar ekki við nýju útlitin á byssunum, fyrir þær byssur sem var breytt, þá geturðu bara breytt aftur í gamla útlitið eða eins og byssan var í UT2k3.
Allar hreyfingar hafa verið gerðar hraðari. Boost jump er ekki lengur en samt sem áður á það víst að vera mutator í fullri útgáfu. En allar hreyfingarnar sem eru í UT2k3, double jump og double dodge og wall dodge og það, er ennþá í leiknum en bara hraðara finnst mér. Kallinn labbar samt frekar hægt finnst mér en um leið og þú byrjar að dodge-a og double dodgea þá ertu alls ekki lengi að komast á leiðarenda.
Powerups hafa lítið breyst en núna er þetta þannig að um leið og leikur byrjar að þá þarftu að bíða í einhverjar 10 til 15 sec þar til powerupin koma.
Damageið sem 100 armor og 50 armor tekur á sig hefur verið minnkað og er núna svipað og UT og Q3.
Onslaught er bara hreinlega algjör snilld finnst mér, farartækin virðast vera mjög balanced og einhvernvegin þá gefa þau mér svona Unreal fíling þegar ég fer á einhvert af þeim. Assault borðið gefur manni svo sannarlega gamla UT fílinginn sérstaklega þar sem borðið er svona hálfgert remake af gömlu assault borði úr UT.
DM-Rankin er vel heppnað borð. Það er stórt samt ekkert of stórt þannig að það er alveg hægt að spila bæði 1on1 og TDM. Það er ekki búið að troða helling af einhverju eye-candy rugli í borðið svo það lýti vel út, samt sem áður lýtur það bara ágætlega út. En flow'ið og gameplayið í borðinu er frábært finnst mér alveg pottþétt með betri borðum sem Epic hefur gert finnst mér.
CTF-BridgeofFate borðið er alveg mjög stórt margar leiðir sem hægt er að fara. Borðið er með svona Lord of the rings look sem er bara ágætis mál. En það þarf minnst 10 manns til að þetta borð verði verulega skemmtilegt.
Ekki gaf ég mér tíma í að prufa Bombing run borðið mikið þar sem ég er engin voða Bombing run fan. En borðið er mjög stórt veit ég.
Huddinn hefur verið breyttur mikið. helstu sjáanlegu hlutir á huddinum er að á weapons bar er núna búið að lita vopnin og svo auðvitað geturðu breytt litnum á huddinum eða bara haft hann ósýnilegan eða lítinn eða hvað sem þú villt. Búið er að bæta við klukku uppi í vinstra hornið á huddinum sem hefur bara aldrei sést í UT ekki nema með TTM. Einnig komin timer niðri í hægra horninu fyrir Damage Amp. Svo er geturðu haft sér crosshair fyrir hvert vopn (ala Quake 3).
Það er innbyggt vote system þar sem þú átt að geta votað um möpp og gametype og eitthvað fleira.
Það er búið að setja inn stats system eiginlega bara nákvæmlega eins og TTM var með það, default takki er F3, en þar geturðu séð allskonar upplýsingar um þig og hvernig þú hittir með öllum vopnunum.
Eins og má sjá er búið að breyta leiknum svakalega mikið og er þetta eins og UT2003 átti að vera frá upphafi finnst mér. Eini gallinn sem mér finnst við leikinn er að modelin og kallarnir eru dulítið dökkir þannig að kallarnir sjást lítið sum staðar. Vonandi gerir Epic eitthvað í þessum málum annars getum við að treyst á að TTM lagi þetta með einhverjum brightskins eins og hann gerði fyrir 2k3.
Ég vill taka það fram að þetta er bara demo af leiknum. Þar sem Epic er að hlusta vel eftir ábendingum frá samfélaginu þá gæti ég vel trúað því að leikurinn breytist eitthvað þegar fulla útgáfan kemur út, sem er sagt að verði 16 mars?. Plús þá verða öll borðin og getur maður séð hvort þeir hafi öll borðin ágætlega stór en ekki lítil og ljót eins og í 2k3.
Einnig vil ég taka fram að þetta er einungis mitt álit á leiknum og upplýsingar sem ég fann út sjálfur bæði með því að testa báða leikina og lesa mig til um það. Sumir hlutir gætu verið rangir eða aðeins öðruvísi þannig að hafið það í huga.
kv,
[SoS]Caztrate - www.unreal.is