Já lady's and gent's þá er komið að því. Hið lang um beðna UT2004 Demo hefur verið gefið út.
Demoið vegar heil 209mb og eru 5 glæný möpp í demoinu. Meðal mappana er eitt sem heitir ONS-Torlan. Þetta mapp sýnir Onslaught sem
er glæ nýtt mode í UT2004. Í onslaught eru nokkur “power nodes” eða vissir staðir sem þitt lið þarf að ná og halda, svipað og
conquest í BF1942. Til að gera onslaught ennþá skemmtilegra er búið að setja inn nokkur farartæki: 2 bílar, 1 tank, flugvél og
svifflugvél.
Annað borð í Demoinu er as-convoy sem er einskonar remake úr assult borði í UT sem heitir as-Hispeed en í borðinu ertu um borð
lestar sem er á fullri ferð.
En assult var eitthvað svo tómt bara venjulegt eins og þeta klassíska úr UT þá er búið að henda inn sömu farartækjum og eru í
onslaught. Einnig eru Turretar og allskyns dótarí með. Mappið sjálft er mjög breytt frá gömlu útgáfunni og er miklu stærra en það
gamla.
Assult gengur samt út á svipað og í gamla þ.e. þú átt að til dæmis eyðileggja eitthvað eða ýta á einhvern takka eða eitthvað þar
fram eftir götum.
Í demoinu eru einnig þrjú önnur möpp. DM-Rankin sem er fyrir deathmatch og á að vera nógu stórt fyrir TDM og bara venjulegt DM,
CTF-BridgeofFate sem er víst RISA stórt borð fyrir Capture the Flag, og BR-Colossus sem er fyrir Bombing Run modeið.
Einnig verða allir eiginleikarnir sem maður hefur lesið um svo sem innbyggt mapvote, nýr og breyttur hud, ný menu með uWindows
eins og í gamla UT, og margt margt fleira. Þó eru nokkrir möguleikar sem verður að bíða þangað til fulla útgáfan kemur út. Eins og
til dæmis þá eru engir mutatorar í demoinu, ekkert instagib til dæmis. Epic vill að fólk einbeiti sér að þessum mode-um og vopna
balance og svoleiðis.
En það er alveg óþarfi að lengja þetta eitthvað meira við Unreal.is erum með demoið þú getur fundið það <a href="http://files.unreal.is/files/UT2004/Demo/ut2004- betademo.exe">hérna</a>
kv.
[SoS]Castrate