Fjör var um helgina á skjálfta, allir fóru heim missáttir við úrslitin en þrátt fyrir það held ég að allir hafi nú skemmt sér vel.
Þetta er það sem ég sá útur CTF :
AI sýndi listir sýnar með glæsibrag á skjálfta er þeir lentu öðru sæti eftir að hafa unnið HIC og Kröflu eins og til stóð held ég hjá þeim, þeir sýndu góða takta, enda notuðu þeir herkænsku sem virkaði.
HIC átti góða leiki en voru samt ekki eins vel skipulagðir og AI og var það þeirra fall á mótinu þrátt fyrir að leikmenn þeirra spiluðu með eindæmum vel en voru bara því miður ekki á réttum stað á réttum tíma.
H2O, hmmmmmm, ja, þeir spiluðu vel, með réttu gaurana á réttum stað allan tíman…need i say more.
Krafla var í svipuðu róli og HIC með skipulagningu en náðu samt að halda betur í það að hafa réttan mann á réttum stað á réttum tíma. Og varð það til þess að þeir náðu 3ja sætinu.
En ég verð að seigja að ég var sáttur við úrslitin á skjálfta.
Fyrir mína parta skemmti ég mér best við að spila við HIC vegna þess hversu jöfn þessi Clön eru í styrkleika eins og er, enda voru leikirnir mjög jafnir.
Sáttur tappi,
Draugsi