Skráði mig á UT mót, mætti, borgaði þáttökugjaldið, fann mér tölvu, ræsti UT, stillti leikinn að mínum þörfum og beið eftir að stríðið hæfist. Áður en það gerðist kom til mín náungi og samtalið var nokkurn veginn eftirfarandi:
Hann: “Það er því miður ekki pláss fyrir þig á mótinu. Ég er búinn að tala við afgreiðsluna og þeir eru til í að endurgreiða þér gjaldið”
Ég: “Nú?”
Hann: “Já þú ert noobi og þess vegna ekki eftirsóttur í pro-liðin. Þú mátt samt alveg vera hérna á tölvunni í kvöld ef þú villt” (og væntanlega spila við botta eða browsa á internetinu).
Hafði gert ráð fyrir að eitthvað þessu líkt gæti gerst og átti því til plan B fyrir kvöldið. Tók manninn á orðinu, fékk endurgreitt, fór og skemmti mér ágætlega annarsstaðar.
Hugmyndin að mix-liðinu var góð. Gallinn var hinsvegar bara sá að hún gekk ekki upp þegar á reyndi, það vantaði fleiri hausa. Ég geri a.m.k. ráð fyrir að ætlunin með liðinu hafi verið sú að hafa mótið opið fyrir öllum - nýjum spilurum og klanleysum. Mig langar því að koma með tillögu um aðferð verði haldið annað opið mót. Ef ekki næst saman í mix-lið þá verði noobunum/klanleysunum deilt niður á pro-liðin. Noobarnir geta síðan róterast milli liðanna eftir umferðum þ.a. það ójafnvægi sem þeir skapa ætti að jafnast út að mestu yfir mótið.
Bunker mótið var óeigingjarnt og gott framtak þeirra sem að því stóðu. Það kemur líka fram í könnuninni hér á síðunni að 70% fannst mótið frábært, 15% fínt og 15% leiðinlegt. Ekki slæm niðurstaða. Ég vona bara að menn haldi annað svona mót og sendi engan heim.