Ég er byrjaður að spila ut aftur. Ég spilaði hann mikið á lani fyrir nokkrum árum. En málið er að það gilda fáar reglur á serverum.
Ég er í clani sem að heitir [MSC] og er sniperclan í Medal of Honor. Málið er það að á serverum [MSC] gilda reglur sem virka mjög vel. Hér ætla ég að koma með þær þýddar á Íslensku.
1. Ekkert svindl, þetta er er nú augljóst, ekki notfæra sér galla í borðum (mapfix er einfalt að gera). Fylgst er með fólki á servernum af adminum. (á okkar server er brot á þessu bann!)
2. Ekki spamma serverinn eða rífast við admin. Reyna að halda rifrildum utan serversins. Senda admin frekar e-mail.
3. EKKI SPAWN CAMPA EÐA SPAWN DREPA! þessu hef ég lent í á serverum innanlands og það er mjög leiðinlegt þegar maður spawnar í LMS og fær nokkrar rocket beint í fésið.
4. Ekki vera með leiðindi á server, reynið að vera kurteis, halda blóti í lágmarki og þannig háttar.
5. EKKI DREPA FÓLK Í CHAT! þessu hef ég líka lent í alltof oft. Ef fólk gæti bara staðið með andlitið að vegg í chatti vissu allir að sá/sú manneskja væri í chat.
Þetta eru nokkrar einfaldar reglur, það getur ekki verið erfitt að fylgja þeim.
Með kveðju,
[MSC] DarkLord
efni tekið af http://www.mscwar.com/serverrules.html