Heil sé yður, kæru kollegar.
Í dag er nokk merkilegur dagur, já, þetta er dagurinn þar sem við ætlum að gera atlögu að þessu samfélagi sem ekki hefur staðið fyrir sínu upp á síðkastið. En það mun vonandi brátt breytazt, þar sem ég, Gizzi, eða Geiri, eins og þeir sem þekkja mig kjósa að kalla mig, ætla að reyna rífa UT upp á asnaeyrunum. Sumir hugsa ,\“Jæja, hvernig ætlar þú svo að fara að því, og hvernig ætlar þú að reyna afreka eitthvað sem forverum þínum mistókzt?\”. Það er ósköp einfalt svar við þessari spurningu, forverar mínir mistókzt ekki, þeir bara lögðu ekki mikla áheyrzlu á því sem skipti máli, að fá fólkið með sér, það var of mikið hugsað um að keyra sig úrvinda í að koma upp þjónum fyrir UT. Hvernig ætla ég svo eiginlega að fara að því? Ég ætla að nota uppástungu Dippers, með því að nota verkfæri sem er ansi þekkt ykkir hugurum, undirskriftarlisti.
Það sem ég vonazt til að afreka með undirskriftalista er að koma sem fleztum nöfnum á hann og senda til hærra setta aðila tengda Skjálfta og þá sem sjá um Skjálfta þjónana. Ef mér tekzt þetta, og þáttakan njóti fáheyrðra vinsælda, þá má vera að mér takizt… nei, okkur takizt að gera langþráðan draum okkar að veruleika, að gefa UT alvöru vítamínssprautu í æð og koma okkur aftur á kortið.
Hef ég heyrt að UT gékk fram úr vonum á Stjörnuskjálta og höfðu menn mikið gaman að, sem einungis ýtir undir það að við ættum að reyna pumpa okkur aftur upp meðal þeirra beztu, því við erum þeir beztu.
Undirskriftarlisti, sem ég sé um, er í gangi núna meðan ég skrifa þetta og stendur hann út vikuna. Vinsamlegast sendið mér póst á gizzi@omg1337.com ef þú vilt sjá UT aftur í sinni fýllztu dýrð. (ATH, póstfang er ekki grín.)
Með vonum um góðar undirtektir…
Virðingarfyllzt…
Gizzi