Já það er komið að því. Það eru UT.IS og Fortress.is sem standa saman að þessu LAN-i. Nú verða UT menn að taka sig saman og sýna hvað í þeim býr. Er þessi hópur tilbúin að komast inní LAN-menninguna eða ekki? Þetta er tíminn til að sanna það.

Þannig er málið.
Þetta LAN er í sal sem tekur 48 manns. 24 sæti eru tekin frá fyrir UT menn og hin 24 eru fyrir HL-TFC spilara (fínir kallar sem grípa í UT öðru hvoru). Rafmagn verður í topp málum þar sem við tengjum okkar rafkerfi beint inná stofninn í húsinu. Við höfum húsnæðið frá kl. 18 á föstudegi (16. feb) til kl. 18 á sunnudegi (18. feb), hættum kl. 0:00 bæði föstudag og laugardag, byrjum kl. 11:00 bæði laugardag og sunnudag. Þetta gera samtals 26 klukkutíma og ef reiknað er með tveimur tímum í að koma sér fyrir og pakka saman eru þetta 24 tímar af brjáluðu fjöri. Verð per mann er 2.000,- kr.

Skráning á þetta LAN (sem við eigum von á að verði góð miðað við spilun á simnet undanfarið) er hér unreal@simnet.is og notið subject sem LAN.

Verið svo hvetjandi og takið þessa grein niður og mail-ið á alla UT spilara sem þið þekkið.

Afsakið en:
Það er venja að þegar svona LAN er á næstunni þá sé lengri fyrir vari. En því miður var það ekki hægt núna. Ég lofa því að það verður lengri fyrirvari næst.

Kv. Alli
aka ~H2O~Alli_Iceman~