Sælir
Þar sem ég og Dipper erum nú orðin ágætir í að skipuleggja hluti eins og til dæmis duel deildina sem byrjar bara núna 3 júní þá höfum við verið að spá í UT2003 lani.
Hvar?
Þetta yrði haldið í Bunker. Ég held að það komast í mesta lagi 30 manns. Ef þið vitið um betri og kannski ódýrari stað til að halda þetta komiði þá með tillögu.
Hvenær?
Við erum að spá í einhverja helgina seinni partin af júlí. Er það ekki góður tími fyrir alla?
Hvað kostar?
Samkvæmt verðskrá á www.bunker.is þá kostar helgin 2300 kr að koma með eigin tölvu. Svo eru sumir sem eiga kannski ekki tölvu í að spila UT2003 þá er spurning hvort það sé hægt að leigja eina vél þarna hjá þeim þyrfti að ræða um það við þá og hvað það kostar.
Í hverju er keppt?
Það yrði keppt í UT2003. þá myndum við halda keppnir miðað við hve margir mæta, 4vs4 tdm, ctf, br keppnir eða eitthvað. Við erum jafnvel að spá í að hafa úrslita keppnina í Duel Deildinni á þessu lani.
Verðlaun?
Þar sem það kostar 2300 kall inn þá er spurning að hafa 2800 kr til að komast á mótið 500kr færi þá í verðlaun fyrir eitthvað af keppnunum. Þannig að ef það mæta 30 manns þá yrði 15.000 kr í verðlaun gætum skipt þessu á milli keppnana ctf og tdm.
Er áhugi fyrir þessu? Fariði á þessa síðu og skráið ykkur
<a href=http://www.simnet.is/slick1/Lan/form.htm> http://www.simnet.is/slick1/Lan/form.htm</a