Sælar. Ég hef verið að lesa mikið um UT2004 og langar fræða ykkur um hann. Leikurinn er meira og minna bara stór bónus pakki fyrir UT2003. Í honum verður meðal annars: 2 ný Gametype, 20 ný möpp, UTV, Voice chat og margt fleira.

Það sem er mest áberandi í þessum stóra bónus pakka eru nýju gametype-in. Þau heita Onslaught og Assault. Assault vita flestir hvernig virkar en í UT2004 er búið að breyta nokkrum atriðum. Fyrir þá sem hafa ekki spilað Assault í UT original að þá virkar það þannig að það eru 2 lið og annað liðið á að verja einhverja vissa hluti og staði, oftast einhverjir takkar eða eitthvað svoleiðis, og hitt liðið á að sækja. Í UT var þetta bara þannig að það voru nokkrir staðir þar sem annaðhvort þurfti að ýta á takka eða að sprengja upp veggi eða eitthvað álíka. Þetta er mjög svipað í UT2004 nema að nú er búið að bæta farartækjum inn í leikinn. Eins og gamespot lýsir fyrsta mission-inu að þá áttu að komast inní Skaarj geimstöð. Þú byrjar á því að fljúga lítilli flugvél og komast í gegnum loftvarnir svo þarftu að yfirgefa flugvélina og fara labbandi inní stöðina sjálfa. Þegar þú ert að verja stöðina þá geturðu valið um að vera í byssuturn bæði innan í stöðinni og að utan, að vera labbandi og verja viss svæði eða bara ná þér í flugvél og farið í smá dogfight við þá sem koma inn með flugvélum.
Það verða að minnsta kosti 6 mismunandi borð í Assault sem koma með leiknum.

Onslaught er gametype sem sem er svipað og CTF (capture the flag) en í staðin fyrir að ná hlutnum og fara með hann í þitt eigið base þá þartu að fara að hlutnum og eyðileggja hann. Borðin í Onslaught verða mjög stór, einnig byssuturnar og bílar, flugvélar og fullt af öðrum farartækjum. Til að nefna nokkur af þessum farartækjum þá heitir eitt þeirra “Skimmer” og er háhraða svifbíll, annað er ónefnd flugvél sem hegðar sér að mörgu leyti eins og þyrla, það eru líka skriðdrekar, þriggja manna “buggy” með smábyssu að aftan., eins manns “buggy” þar sem þú getur skotið í hvaða átt sem er á meðan þú ert að keyra.

Með öllum þessum farartækjum þá þarf náttulega ný vopn, eitt þeirra er “spider mines”. Þú staðsetur þessu niður á jörðina, eins og venjulegri mine, og svo ganga þær í átt að næsta óvini, ef það er ekki óvinur þá bíður hún þangað til hann kemur nálægt. Ekki er vitað um fleiri vopn en kannski verða fleiri ný vopn.

Einnig í UT2004 verður Live voice chat þar sem þú getur spjallað við vini þína í gegnum LAN eða internetið. Það verður 3D audio til að spilarar geta skynjað hvaðan þeir eru að tala. T.d. ef þú ert í CTF og ert með fánann og þig vantar hjálp, en veist samt ekkert hvar þú ert, þá geta liðsmenn gengið á röddina.

Öll modelin úr UT1 verða í leiknum eins og Skaarj, Necris og Xan.

Það verða 20 ný möpp í leiknum og verða mörg möpp frá “Digital Extremes” en þeir gera borð með mjög góðu gameplay-i..

UTV þar sem margir leikmenn geta að horft á aðra leiki sem eru í gangi án þess að leikurinn eða serverinn fari að hökta eða lagga.

“Vote system” þar sem spilarar geta kosið um möpp, mutatora, reglur og stillingar svo sem hve leikurinn á að vera langur og þess háttar, og auðvitað verður hægt að “vote-kicka” spilurum.

Algjörlega nýtt notendaviðmót (GUI) svo það verði einfaldara að fara um stillingar. Persónulega er ég að vona að þeir geri aftur eins viðmót og var í UT original eða svona “window mode” sem mér fannst mjög þægilegt.

Einnig verða fullt af gameplay “tweak-um” og viðbætum, netkóði bættur og bottar bættir líka. UT2004 mun líka innihalda öll möpp og allt sem er í UT2003 ásamt patches og bónuspökkum sem hafa komið út. Leikurinn er sagður koma út í haust. Auðvitað geta UT2004 spilarar spilað á UT2003 serverum og væntanlega öfugt. En þá er það spurning hvort það komi út einn stór bónuspakki sem verður hægt að dla fyrir UT2003 sem inniheldur allt nýtt sem UT2004 er með eða hvort þeir gefa út Bonus pakkan á disk þannig að þú þurfir að borga einhvern 2000 kall fyrir. Ekki er vitað hvað þeir gera.

Það má nú segja að UT2004 sé eins og UT2003 átti að vera. UT2003 kom á alveg hræðilegum tíma og var fullur af böggum og villum og Epic átti aldrei að gefa hann út svona fljótt.
En ég ætla að hafa þetta nóg í bili af UT2004.

kveðja
[SoS]Castrate