TTM (the tournament mod) keppnis-mod fyrir UT2003. Þetta er svipað og OSP fyrir Q3. Er notað í öllum helstu UT2003, ladderum, deildum, LAN keppnir og fleira. Clan Base, CAL, WCG og margir fleiri nota þetta í sínum keppnum. Í mod-inu sjálfu eru margir möguleikar til að betrumbæta leikinn og gera hann “keppnishæfari”.

HitSound. Alveg eins og í Quake3, þú getur valið um 3 mismunandi hljóð; meðal annars klassíska Quake3 hljóðið ásamt tveimur öðrum. Fyrir þá sem hafa ekki spilað Quake3 þá er þetta þannig að um leið og þú skýtur óvininn, og hittir hann, þá heyrist þetta hljóð. Getur verið mjög þægilegt. Þú getur tekið þennan valmöguleika af.

Brightskins. Aftur er þetta komið úr Quake3. Þú getur breytt í mismunandi liti; gulan, rauðan, bláan, bleikan og fullt af öðrum litum. Enn og aftur fyrir þá sem hafa ekki spilað Quake3; öll skinnin á óvininum verða bjartari og óvinurinn sést betur. Hér er einnig valmöguleiki um að hafa þetta óvirkt.

TTM gerir vopnin einnig stöðugri og örlítið betri.
Með þessu sérvali verða sum vopn stillt að miðju þannig að t.d. vopn eins og “linkgun” skýtur beint frá miðju en ekki frá hægri eins og hún gerir venjulega. Sama gildir um “shock” og “lightning gun”. Þetta er frekar skrítið ef þú ert með vopnin stillt að miðju og ert með þau sjáanleg. Mér finnst best að hafa þau. Eins og með hin sérvölin þá geturðu valið hvort þú vilt hafa þetta virkt eður ei.

Í stigatöfluni (F1) er búið að bæta við “Weapon Stats” sem segir til um hvað þú hefur skotið mörgum skotum með ákveðinni byssu og hvað hitti og hvað hitti ekki, segir hittnina hjá þér í prósentum og fleira.

TTM setur klukku efst í “huddin” og notandinn getur valið hvar hann vill hafa hana staðsetta á skjánum, sjálfur hef ég hana efst í vinstra horni

Ath. til þess að láta þetta virka á serverum þarf serverinn að vera með TTM innsettan og þarf að vera með alla þessa möguleika virka. Ef serverinn er ekki með t.d. brightskins á, þá getur þú ekki valið að hafa þau virk.

Vote. Þú getur kosið um næstum því allt: borð, brightskins, hitsound og alla valmöguleikana í TTM, einnig er hægt að kjósa um adrenalín.

Svo eru margir lítlir möguleikar eins og til dæmis; taka screen shot í lok hvers leiks, taka upp demo í byrjun hvers leiks, irc reporter sem lýsir matchi á ircinu og margt fleira.

Það er hægt að velja um allt hvort þú villt hafa það á eður ei.
Venjulega er F7 settur sem default takki til að fá upp TTM menu-ið en þú getur breytt því alveg eins og þú villt.

Það gætu verið aðrir möguleikar sem ég gleymdi að nefna hér þannig að ég mæli bara með því að þú farir og náir í TTMv2 og prufir það. Þú getur náð í það hérna:

http://ut.stuff.is/UT2003/mods/ttm_2003/ttm20 03v2.zip

þetta mun vara version 2 af TTM það er ágætt að hafa version 1 líka:

http://ut.stuff.is/UT2003/mods/ttm_2003/eldra/ ttm2003v1.zip


Vonandi verður þetta sett á báða UT2003 serverana og alla servera í framtíðinni.

Kv.
[SoS]Castrate