Epic hefur nú gefið út bonuspack. Ólíkt öðrum leikjaframleiðundum að þá er þetta frír pakki með fullt af nýjum möppum, gametypes (t.d. TDM, CTF, BR … ) og mutators. Svo downloadar þú bara pakkanum á netinu.
í nýja bonuspakkanum eru 3 ný gametype, 10 ný möpp, 2 ný adrenaline combo, 3 nýjar announcer raddir og mússik manager.
Gametypes
Mutant: sá sem gerir first blood (sá sem drepur fyrstur í leiknum) verður mutant og fær strax öll vopnin, extra ammo, invisibility, agility and berserk. En lífið mun hægt og rólega fara niður og hann getur aðeins fengið meira líf með því að drepa aðra spilara. Um leið og einhver verður mutant þá er öllum hinum spilurunum skipað að fara og drepa hann. Þú færð aðeins stig þegar þú ert mutant og drepur kalla.
Last Man Standing: Þetta varð nú alveg rosalega vinsælt hérna á íslandi á tímabili. Fyrir þá sem vita ekki hvað þetta er að þá er öllum gefið viss mörg líf og um leið og lífin eru búin þá ert þú úr sá sem er ennþá með líf vinnur. En þá spyrja sumir er þá ekki bara hægt að finna sér góðan felustað og fela sig? neei í nýja LMS er komin camp vörn og ef þú stendur á sama stað í eikkurn tíma þá kemur upp staðsetningin þín og að þú sért að campa hjá öllum hinum spilurunum. Svo er annað nýtt um leið og þú drepur einhvern þá færð þú smá líf.
Invasion: Í þessu moddi eru allir spilarar settir í eitt lið á móti öllum gömlu skrímslunum úr Unreal 1 og þeir eiga að komast á einhvern vissan stað. Ef þú deyrð þá verðuru að bíða þangað til að einhver komist á þennan stað eða að allir spilarar deyji.
Maps
í pakkanum eru 10 ný möpp og þau eru
DM-IronDeity DM-IceTomb BR-Canyon DOM-Junkyard DM-Rustatorium DM-1on1-Crash DM-1on1-Mixer DM-Injector CTF-Avaris CTF-DoubleDammage
Adrenaline combo
Pint-Sized: gerir þig helmingi minni en þú varst (þú getur samt ekki beygt þig)
Camouflage: Svipað og invisible, nema þú setur einskonar teppi yfir þig sem gerir þig ósýnilegan nema að teppið nær ekki alveg niður fyrir fæturnar þannig að þú verður að beyja þig til að láta ekki sjást í fæturnar á þér.
Annað
Announcer: Nú getur þú breytt röddinni á announcernum. Þessi venjulegi er að mínu mati mjööög lélegur. En núna áttu að geta sett gamla UT announcerinn og 2 Kvennraddir.
Music Manager: Þetta mun vera ogg spilari því öll mússik er í .ogg formi og nú getur þú ráðið því hvað þú ert að hlusta á. Persónulega finnst mér mússikin ekkert rosalega skemmtileg kannski að maður breyti einhverjum mp3 lögum í ogg og spilar sín eigin lög :D
Til þess að setja inn þennan mappacka þarftu að vera með nýjasta patchið (v2199) sem þú getur fengið hérna
http://ut.internet.is/UT2003/patchar/ut2003-winp atch2199.exe
En nóg um þetta þú getur dlað bonuspakkanum hérna:
http://www.vaktin.is/unreal/UT2003-epicbonuspac kone.exe
einnig geturu fengið DE bonuspakkan sem kom út fyrir nokkru hérna:
http://ut.internet.is/UT2003/bonus_packs/debonu s.ut2mod.zip
Látið mig vita ef ég fer með rangt mál einhverstaðar.
ATH. það mun væntanlega koma bil í linkana þannig að þú þarft að finna út hvar þetta bil er.
kv. [SoS]Castrate