Einn af helstu leikjum þessar tegundar er án efa Unreal Tournament, sem er að koma út í sinni þriðju mynd. Hér er ekki aðeins á ferð afsprengi fyrri leikja heldur á útgáfan sér tvö fyrirrennara þannig að tækifæri til að sníða af alla agnúa gáfust í milljónatali. Enda er leikurinn mjög nálægt því að teljast fullkominn.
Graffíkin í leiknum virkar mjög vel, hér hefur verið pússað og fægt, uppfært og uppgert. Greinilegt er að framleiðendur leiksins hafa ekki lagt árar í bát heldur ákveðið að gera sitt besta eina ferðina enn. Umhverfið er meistaralega gert og smáatriðin lífga alltaf upp á. UT2003 skýtur fyrirrennurum sínum algjörlega ref fyrir rass. Persónur leiksins eru einnig mjög vel teiknaðar og enn betur forritaðar þannig að hrein unun er að drepa þessa vel gerðu óvini.
Þegar segja þarf frá hljóðvinnslunni í UT2003 komum við að eina stóra galla leiksins, en það er raddsetningin. Engu líkara en hún hafi verið gerð af einhverju allt öðru fyrirtæki sem í ofanálegg hafi ekki séð leikinn. Raddsetningin er ótrúlega klén og illa gerð. Annað er flott, fín tónlist í bakrunni sem sprettur fram á hárréttum augnablikum og mjög vel gerð umhverfishljóð sem eru sannfærandi á allan hátt. Synd að framleiðendur leiksins hafi ekki náð að fara alla leið í gæðum.
UT2003 er aðallega ætlaður til fjölspilunar, hvort sem er á staðarneti eða Internetinu. UT leikirnir hafa alltaf verið mjög vinsælir á Netinu og hefur aldrei skort spilara til að keppa við. UT2003 verður tæpast undartekning frá þeirri reglu enda hefur leikurinn allt sem gott framhald þarf til að vera. Borðin sem koma með UT2003 eru mjög vel gerð til fjölspilunar. Hönnunin er frábær og býður upp á mikla möguleika. Punkturinn yfir i-ið er svo að fólk hvaðanæva að er mjög duglegt að búa til sín eigin borð þannig að leikurinn getur bara batnað með tímanum. Einmenningsleikurinn er frekar einfaldur og ekki líklegur til að halda mörgum við efnið. Hann er aftur á móti tilvalinn til að æfa sig fyrir alvöruna.
Unreal Tournament 2003 er glæsilegur leikur og fyrirmyndar framhald. Hér er allt til alls og án efa á leikurinn eftir að feta í fótspor fyrirrennara sinna hvað vinsældir varðar.
——————————————– ————–
Graffík *****
Toppurinn í þessum geira í dag. Ekkert til að kvarta yfir
Hljóð ****
Fínir “effektar” og umhverfishljóð, tónlistin kraumar nýtískuleg undir og sprettur fram þegar við á. Svo kemur raddsetningin eins og skrattinn úr sauðleggnum og eyðileggur allt, en sem betur fer er hægt að lækka hljóðstyrkinn.
Tækni ****+
Allt í sóma í Oklahóma, UT2003 er til fyrirmyndar.
Leikhæfni ****+
Einmenningsleikurinn er klénn en UT snýst ekki um einmenningsleik, fjölspilun á staðarneti eða á Netinu gerir að leikinn má spila nánast út í það óendalega.
Lágmarkskröfur:
Win98/2000/Me/Xp/Linux, 733 MHz örgjörvi, 128 MB vinnsluminni, 16 MB skjákort, 3 GB laus á diski.
********************************************* ****
Heimildir:
TÖLVUHEIMUR
PC world Ísland
Er tölvan að gera ykkur gráhærð? (titill)
Nóvember 9/02 nr. 71
Fullur Íslendingur og aðrur Íslendingur