Leikurinn er snilldarlega vel unninn (Fyrir utan auðvitað litla gallan með EAX á sumum hljóð kortum) Grafíkin það góð að maður getur ekki annað en “slefað” svo mikið af smáatriðum í borðunum og öll þessi scripted scenes og smáatriði sem flestir taka ekki eftir nema þeir virkilega séu að pæla í vélinni (Eins og ég) , en aðal tilgangurinn með að gera þennan leik svo vel er að sýna leikjaframleiðendum að hér er snilldar leikjavél sem gott er að kaupa leyfi að. Ég las nokkrar gagnrínir um þennan leik á ónefndum leikjasíðum og ég skil ekki hvað er að þeim aðilum, kvarta yfir því að það besta kæmi ekki fyrr en í endann og svoleiðis rugl, auðvitað á alltaf að geyma það besta þar til síðast þoli ekki svona vitleysinga. Svo verið að segja að það sé lélegt hönnun á borðunum í leiknum, ef hún er svona léleg afhverju villist maður þá ALDREI í þessum leik, afhverju er svona mikið af scripted scenes, afhverju sér maður aldrei sama hlutinn oftar en einusinn og aldrei of langar vegalengdir? Við hvaða leiki er verið að bera þetta saman sem eiga að vera svona “mikið” betri en Unreal2? hef séð gaura vera að gefa leiknum jafnvel 67% einkunn og eru þeir að segja að sum atriðin minni á alla hina leikina svona hrært saman, eru þetta einhverjir 12ára strákar sem hafa ekki séð marga tölvuleiki. Svo er auðvitað UnrealEd 3 sem fylgir með leiknum og öflugasta leikjahönnunar forritið sem til er svo bráðum ættum við að sjá góð single player mod komin á netið. Vanþakklætið í mörgum með að það vanti MP í leikinn, en með svona vandaðan leik, JÁ ÞETTA ER VANDAÐUR LEIKUR var ekki tími fyrir það enda væri engin samkeppni við UT2003 í fjölspilun. Leikurinn er kanski stuttur en aldrei nokkurntíman hefur maður upplifað eins leik með stanslaust eihverju að gerast á skjánum og betri söguþráð en í flestum leikjum og endirinn enþá meira AARGG en í Unreal1. Algjör snilld hvað þeir kvelja mann en það er gert til að reyna að kvetja mod gerðarmenn til þess að gera “framhald” af leiknum. verst að geta ekki talað um söguþráðin hér því ég vil ekki skemma fyrir þeim sem eiga eftir að spila þennan leik en eini gallin sem ég sé við hann er að hann er of auðveldur, það er réttlætanlegt að hann sé svona stuttur þar sem maður þarf aldrei að bíða eftir neinu setjið bara á Unreal - Erfiðasta stigið ef þið haldið að þið séuð góðir í FPS leikjum. Vopnin eru ótrúlega rétt stillt þrátt fyrir að þetta sé svolítið mikið úrval t.d. með eldvörpuna hægt að láta hana úða á gólfið og svo kveija í því til að brenna stórt svæði í einu. ekki heldur gott að tala um vopnin hér því það er betra að láta þau koma á óvart.