Á sunnudaginn keypti ég mér leikinn Unreal 2 The Awakening. Ég á alla hina leikina svo að ég er ágætlega kunnugur þessum leikjum. En mér finnst þessi vera frekar öðruvísi uppá vopn, en það er ekkert slæmt því að vopnin eru fín. Þegar ég byrjaði leikinn var ég orðinn mjög spenntur yfir því hvernig hann byrjaði og ekki var ég ósáttur með það. Maður gat byrjað á að fara í toutorial en ég sleppti því og fór beint í alvöru action. Ég ætla ekki að segja frá leiknum því ég vil ekki skemma stemmninguna fyrir þeim sem vilja ekki heyra neitt um hvernig leikurinn er. Að mínu mati er þessi leikur mun skemmtilegri heldur en hinir þrír uppá grafík og spennu að gera. En vopnin valda örlitlum vonbrigðum miðað við í hinum leikjunum (þá sérstaklega í gamla UT). En hvað með það, þessi leikur er afar skemmtilegur og ég hvet alla til að kaupa þennan leik því þessi leikur er hreint út sagt meistaraverk!!!

Ég þakka fyrir mig.
Guggi
(-_(-_(O_O)_-)_-)