Unreal 2 - The Awakening Unreal 2 - The Awakening er framhald af Unreal sem var gefin út árið 1998. Leikurinn gerist 300 árum eftir Unreal. Þar sem þú varst fangi á flótta og lentir í allskonar æfintýrum. Í Unreal 2 ert þú John Dalton og eftir að hafa verið rekin úr hernum ertu lögregla. Þú ert sendur í mission á plánetu þar sem geimverur hafa yfirtekið herstöð. Þetta byrjar þannig að þú þarft að fara þarna sjá hvort það sé einhver á lífi, bjarga þeim sem þú getur og farið aftur af plánetuni. En alltaf sekkur þú dýpra og dýpra inní herstöðina. Alltaf þegar þú ferð lengra og lengra þá finnuru alltaf ný og ný vopn. Sum vopn steluru af öðrum kynslóðum og önnur vopn lætur Isaac þig fá. En til þess að fá þessa hluti þarftu að berjast við allskonar dýr og geimverur.

Hvert mission inniheldur mismunandi herkænsku uppákomur, eins og að bjarga gíslum, fylgja fólki, ráðast á óvina grunn með nokkrum hermönnum, verja eitthvern stað, byggingu eða herstöð, laumast inní herstöðvar og njósnarferðir.

Áhöfnin þín er ekki mjög stór. En hún inniheldur þjá trausta meðlimi. Hin fallega Adia sem segir þér hverja tilskipun. Isaak ransakar ný og ný vopn, sem þú færð svo að nota til að berjast og drepa óvinina. Svo er það geimveran Ne'Ban sem er alltaf tilbúin að fara með þig hvert sem er í “Atlantic starship” eða geimskipinu sem þið ferðist í.

Vopnin í U2:TA eru frekar mörg ég tek bara fyrir öll svona basic vopnin. Það eru mörg vopn sem þú færð frá öðrum kynslóðum eins og, spyder gun, takkra, drakk laser og fleiri.

T-13 Popgun: Þetta mun vera aðal vopnið eða vopnið sem þú byrjar með. Þessi byssa er eiginlega nákvæmlega eins og byssan sem þú byrjaðir með í Unreal 1. Primary fire skítur svona litlum geisla kúlum sem gera lítinn skaða. Sec fire virkar þannig að þú hleður upp skot og skitur einu stóru skoti þegar búið er að hlaða.

Grace: Þetta mun vera venjuleg skammbyssa. Primary fire skítur einu venjulegu skoti. Sec fire Skítur þrem skotum í einu. Þessi byssa gerir meiri skaða en þú heldur.

M700 Shotgun: Þessi klassíska. Primary fire er þessi venjulegu shotgun skot svipað og flak cannon skítur. Sec fire eru skot sem springa þegar þau lenda á einhverju.

M32 Duster: Vélbyssa og er mjög svipuð Assault rifle í UT2003. Primary fire skýtur mörgum skotum á sek. Sec fire, hylki sem skoppa í smá stund en springa svo.

Vulcan: Mjög hættuleg eldvarpa. Primary fire, spúar eldi. Sec fire, leggur niður hylki sem þú getur notað sem gildru sem svo springur.

Widowmaker: Þetta mun vera sniperinn. Hann er ekki eins og í UT2003. Það er að segja hann er ekki með þetta lightning effect sem sniperinn í UT2003 er með. Þessi er líkari sipernum sem var í UT. Primary fire, mjög effective skot sem drepur strax. Sec fire. Zoom er zoom. Þú zoomar með hjólinu á músinni þinni og ef þú zoomar í botn og ýtir síðan á sec fire þá ferðu úr zoominu. Svo ef þú ýtir aftur á sec fire þá ferðu á sama stað og þú varst síðast að zooma.

Shark: Þetta er Rocket Launcherinn. Primary fire, þetta venjulega skítur rocketum, ef þú heldur takkanum inni hleður hann rocket sem mun ábyggilega hlaða 3 max rockets. Sec fire, eru rockets sem fara bara út um allt. Issac mun bæta þetta seinna í leiknum og setja svona target dót á þetta þannig að þegar þú skýtur að þá mun skotið fara útum allt og enda svo í targetinu sem þú settir fyrir.

M406 Hydra: Þetta er Grenade launcher sem aðeins öðruvísi en flestir aðrir grenade launcherar. Þessi bíður uppá 6 mismunandi grenades. Primary fire, er bara venjulegur grenade launcher, ef þú heldur takkanum inni þá skýst handsprengjan lengra. Sec fire, er notað til að skipta um fire mode. Þau mode eru:

Fragmentary: Stórt hylky sem er fullt af Carbo Steel efni sem springur svo.

Incendiary: Skýtur eld boltum sem springa svo þegar þeir hitta einhvað.

E.M.P: EMP handsprengjur nota litlar segulmagnaðar púls sprengju sem gerir öll raftæki óvirk í takmarkaðan tíma.

Concussion: Sprengingin frá þessari sprengju gefur frá sér raf bylgjur sem að gera mjög mikin skaða ef það hittir óvinin vel.

Toxic: Hansprengja sem gefur frá sér ský sem étur upp allan armor. Mjög gott á þröngum stöðum.

Smoke: Þegar þessi springur gefur þetta út frá sér reyk sem dreyfir sér mjög hægt og rólega og er erfitt að sjá í gegnum.

U2:TA verður bara Single Player leikur og er búist við að hann komi út í byrjun feb.
Til þess að keyra leikinn þarftu:
Pentium® III eða AMD Athlon 733 MHz eða hærra (Mælt er með Pentium® eða AMD 1.2 GHz)
32 MB NVIDIA® GeForce2 MX® eða betra (Mælt er með NVIDIA® GeForce3® / ATi® Radeon™ 8500)

Jæja ég ætla að láta þetta gott heita í bili. Ég get svo sannarlega sagt að mig hlakkar til þegar þessi leikur kemur út :D

Tenglar
www.Unreal2.com
www.legendent.com
www. beyondunreal.com
www.unrealops.com

Kv.
[SoS]Castra te