Ég var að velta því fyrir mér afhverju Faces er svona hrikalega
vinsælt borð.
Af mörgum góðum borðum þá er þetta gjörsamlega langvinsælasta
borðið og ef farið er á síðu ngStats og skoðað klukkustundaspilun yfir borð frá upphafi, þá kemst ekkert borð með redeemer þar sem
faces hefur pistonana.
Ég elska þetta borð, mér líður vel í því, ég skynja mig og umhverfi mitt og ég hef úr mörgum skemmtilegum hlutum að velja þegar ég er í illsku minni að týna út einn og einn andstæðing í þessu borði.
En afhverju er þetta svona gott borð?
Ég held að ástæðan sé sú að þetta svæði er ein heild og þú sérð og kemst útum allt. Það eru engir óyfirklífanlegir veggir þarna, þetta er ekki eitthver kjallari sem ekki er hægt að komast úr.
Og birtan meikar sens, fyrir innbyrgðan tölvuðinn þá er þetta einsog að skoppa frískur “out in the great outdoors”.
Fallegt útsýni þar sem hægt er að sjá móður jörð fyrir neðan ef að magn blóðslettna er ekki það mikið að ja… geimurinn hverfi fyrir því.
Bardaginn líka .. býr til taktíkina, en ekki borðið, þannig að allt er miklu dýnamískara og morðflæðið þeim mun skemmtilegra.
Og þegar ég spila þetta borð, þá er Unreal Tournament góður leikur.
…
En hvað gerist þegar þú ferð í lélegt borð?
Birtan meikar ekki sens, svæðið er fullt af illa umskoppanlegum hlutum og þú færð hálfgerða innilokunarkennd og hefur littla yfirsýn yfir hlutina.
Þá er Unreal Tournament lélegur leikur og leikreynslan eftir því.
Ég held að umsvif borða skipti meira og meira máli í leikjaheiminum í dag, þegar tæknin er kominn langt fram úr innihaldi leikjanna.
En hvað heldur þú?