Já, nú ætlum við að halda greinasamkeppni hér á tungumálaáhugamálinu.
Hún fer þannig fram að þið veljið ykkur eitt tungumál og segið frá því. Það er margt sem er hægt að skrifa um hvert tungumál, til dæmis hvar það er talað, hver margir tala það, uppbyggingu þess, uppruna, skyldleika við önnur tungumál, hvort það eigi eitthvað sameiginlegt með íslensku og þá hvað… endalausir möguleikar.
Við girlygirl erum bjartsýnar á að þið takið vel í þetta og vonum að sem flestar greinar komi inn.
Hver notandi má senda allt að þrjár greinar. Ég ætla þó að sjá til hve lengi skilafresturinn verður, og sendi inn tilkynningu um það seinna.
Svarið hér eða sendið okkur skilaboð ef það eru einhverjar spurningar.
Kveðja, neonballroom.