Það getur verið sniðugt að eiga svona, í svona orðabókum eru oft hlutir sem maður lærir ekki í skóla en eru samt basik hlutir, t.d. verkfæri, hlutir í bílum og slíkt.
Dugar samt stundum skammt. Fyrir allmörgum árum fór ég til Bretlands, og bjó í einskonar “starfsmannabústað” vinnustaðar míns.
Eitthvað þótti mér teppið sóðalegt, og fór því fram í setustofu og spurði hina ensku vinnufélaga mína eftir “vacum cleaner”. Þeir stóðu á gati, en sem betur fer var ameríkani á staðnum og gat sagt þeim “He means a Hoover”
Ég er ekki viss um að fyrirbærið sé einu sinni kallað “a hoover” í svona orðabók! :)
Bætt við 26. nóvember 2006 - 01:48 …Efast reyndar líka um að sjónvarpstæki sé nokkursstaðar nefnt “imbi” í útlensk-íslenskum orðabókum! :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..