Nokkrar pælingar: Veit einhver af hverju við hættum að nota zetuna góðu? Mér hefur alltaf fundist hún svo falleg. Myndi ég fá villu á prófi fyrir að skrifa íslenzka? Hvernig virkar z-reglan?
Það er enginn framburðarmunur á orðum fyrr skrifuðum með z og nú með s. Þetta er líklega eitthvað sem gæti komið fyrir y innan tíðar, þó þar sé spurning með sundurgreiningu orða sem skrifuð eru eins að öðru leiti en með y í stað i. Þetta tengist lítið fegurð stafsins og meira því að skrifað mál er tæki til að festa á blað talað mál.
Jamm, það er það sem ég átti við með sundurgreiningu orða, “ei” og “ey” og þess háttar. Svo er það auðvitað rétt að framburðurinn gæti aftur orðið skýrari, en ef hann verður það ekki er þetta líklega á útleið. Það gerist samt ábyggilega ekki á næstunni :Þ
Ég hef heyrt þessa kenningu líka, en hún passar illa við orð eins og t.d. “íslenzka”. Vissulega hefur verið framburðarmunur áður fyrr á z og s, rétt eins og var milli y og i, þess vegna giska ég á að y muni hverfa úr málinu verði ekki brátt farið að bera ey meira fram sem au en ei. (Ég giska alla vega á að þannig hafi það hljómað áður, sérstaklega vegna líkinda y og u í útliti.)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..