“Endurupptaka” er nú samt sem áður góð íslenska. Hvort þér líkar það svo er allt annað mál :)
Endurupptaka er reyndar nafnorð, en auðvitað má búa til sagnorð úr því ef menn kjósa svo. Ég giska hins vegar á að það sé það orð, þ.e. sögnin að endurupptaka, sem þér líkar miður, enda er sögnin að “upptaka” ekki almennt notuð, heldur nota menn heldur orðasambandið “að taka upp”. Í þínu tilfelli virðist því orðasambandið “að taka aftur upp” eða “að taka upp aftur” henta best.
Persónulega finnst mér samt ekkert að því að segja að lagið hafi verið endurupptekið.
Svo má auðvitað nota nafnorðsmyndina ef þér líkar hún betur og segja að lagið hafi farið (eða verið sent) í endurupptöku.
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001