Um daginn var ég að fá tölvupóst frá stjórnandanum sem sagði að það væri verið að stofna þýsk-íslenska/íslenska og enska-íslenska/íslenska-enska orðabækur sem þyrfti að byggja upp og mér datt í hug að leita hjálpar hérna.
Kerfið er rosalega auðvelt og það er jafnvel hægt að bæta við nýjum orðum án þess að skrá sig inn (það er neðst á síðunni ef maður slær inn eitthvað orð í leitarvélina)
Ef nokkrir myndu leggja sitt af mörkum værum við fljótt komin með ágætis og ókeypis íslenskar netorðabækur!
Þýsk-íslensk/íslensk-þýsk er hér: http://deis.dict.cc/
Ensk-íslensk/íslensk-ensk er hér: http://enis.dict.cc/
Ég vona að einhver hafi tíma til þess að hjálpa aðeins til við þetta!
Born to talk - forced to work