Í gegn um árin hef notast við netorðabókina http://www.dict.cc/ til að þýða fyrir mig upp úr þýsku eða ensku og hún virkar rosalega vel. Hún er þannig byggð upp að skráðir notendur geta bætt öllum orðum við sem þeir vilja og svo þarf ákveðið magn af öðrum notendum að samþykja orðið til þess að þau verði gild.

Um daginn var ég að fá tölvupóst frá stjórnandanum sem sagði að það væri verið að stofna þýsk-íslenska/íslenska og enska-íslenska/íslenska-enska orðabækur sem þyrfti að byggja upp og mér datt í hug að leita hjálpar hérna.

Kerfið er rosalega auðvelt og það er jafnvel hægt að bæta við nýjum orðum án þess að skrá sig inn (það er neðst á síðunni ef maður slær inn eitthvað orð í leitarvélina)

Ef nokkrir myndu leggja sitt af mörkum værum við fljótt komin með ágætis og ókeypis íslenskar netorðabækur!


Þýsk-íslensk/íslensk-þýsk er hér: http://deis.dict.cc/

Ensk-íslensk/íslensk-ensk er hér: http://enis.dict.cc/

Ég vona að einhver hafi tíma til þess að hjálpa aðeins til við þetta!
Born to talk - forced to work