ef tannhljóð (t,d,ð) í stofni mætir s í endingu rennur það saman í z.
Handski = hanzki = hanski Íslendska = íslenzka = íslenska Þýðska = þýzka = þýska (sbr. Þjóðverjar) betst = bezt = best (sbr. betra)
Það þarf að pæla dálítið í uppruna orðsins til að rökstyðja zetuna.
Held að það séu engar undantekningar. Sum orð líta kannski út fyrir að vera undantekningar en þá þarf oft bara að grafa lengra eftir upprunanum. Bezt og Þýska er til að mynda góð dæmi um það.
Nei ég held að íslenskan hafi ekki breyst það mikið við þetta… Fólk bar zetuna alltaf fram eins og ess og gerði engan greinarmun þar á. Það var í raun orðið fáránlegt að reyna að halda lífi í henni. Eini raunverulegi munurinn var sá að nú þurftu krakkar ekki að leggja jafn mikið á sig í íslenskutímum.
"Íslandska -> íslendska“ er dæmi um i-hljóðvarp. Sú málbreyting varð að mestu í kringum aldamótin 1000, svo það er eldgamalt í málinu. Nokkur hundruð árum seinna var fólk hætt að bera fram déið og setti því zetu til að sýna að þarna ætti að vera dé en það væri ekki borið fram ”Íslendska->íslenzka“. Svo á 20. öld fannst fólki einfaldlega zetan ekki þjóna raunverulegum tilgangi og fleygði henni í ruslið ”Íslenzka->íslenska".
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..