Eg var ad lesa a islenska wikipedianu ad öll islensk ord sem byrjudu a -p væru tökuord. Thad var ekki utskyrt nanar en eg kikti i samheitaordabokina mina og fannst eg kunna mjög lik samheiti fyrir thau a norsku, thysku eda alika. Ord eins og pappir, pafi, pabbi, poki o.s.frv.
Hafid thid einhverntiman heyrt um thetta? Mig minnir ad hafa einhverntiman heyrt ad thad hafi ekki verid P i islenska stafrofinu i gamladaga en eg er ekki viss.
Hversu ung þurfa orð eiginlega að vera í íslensku máli til að teljast tökuorð? Íslenska sem tungumál er nú ekki svo gömul (nær hugsanlega árþúsundi) og því auðvitað náskyld flestum norðurgermönsku málunum.
Ég get ekki ímyndað mér að þetta séu allt tökuorð, þó vissulega séu mörg þeirra samstofna öðrum (samsvarandi) orðum í erlendum (skyldum) málum. Eins og einhver benti á hér á undan, þá er íslenskan náskyld dönsku, norsku, sænsku og ensku og því ekkert undarlegt þó mörg orð séu lík. Það gerir þau samt ekki að tökuorðum.
Getur ekki verið rétt. Það eru fullt af p-orðum sem eru alls ekki tökuorð.
P hlýtur að hafa verið alltaf til. Í rúnum er sér tákn fyrir p svo ég held að það hljóti að hafa verið til, að minnsta kosti eitthvað svipað og p í dag.
ég man eftir að hafa lært þetta þegar ég var í málsögu… en þá sagði kennarinn að öll orð sem byrja á p væru af keltneskum uppruna og komin inn í íslensku frá keltneskum innflytjendum og þrælum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..