Ég held að best sé að læra einfaldlega þær kerfisbundnu breytingar sem hafa orðið á íslensku og rekja sig síðan aftur.
Það eru til fullt af reglum um hvernig orð litu út fyrir 800 árum miðað við hvernig þau líta út í dag. Lærðu þessar reglur, lærðu hljóðvörpin og notaðu síðan einfaldlega nútímaíslenskuna sem þú kannt.
Upplýsingar um þessar reglur má finna í ýmsum málsögubókum. Mæli með Íslenskri málsögu eftir Sölva Sveinsson fyrir algjöra byrjendur en hún er samt tilgangslaus ef þú vilt virkilega ná taki á forníslensku, þó skemmtileg lesning.
Reyndar er þetta flóknara en svo, enda er mikill orðaforði sem einungis er til í fornu máli en ekki í nútímamáli og öfugt, til að læra hann er einfaldlega best að lesa fornsögurnar okkar:P
Það er hins vegar aðeins erfiðara að læra fornensku þar sem það eru til miklu minni heimildir um hana heldur en forníslensku, allavega hef ég ekki fundið aðferð til að læra fornensku vel.