Það vill svo vel til að ég er 18 ára snáði í menntaskóla og á málabraut. Oft les ég eitthvað á erlendum tungumálum og einstaka sinnum er ég beðin um að þýða textana sem ég les. Stundum er einfalt að þýða textana en stundum stendur maður alveg á gati. Ég lenti í því um daginn þegar ég var í ensku að ég þurfti að þýða 500 orð á ensku úr tímariti. Ég las textann og skildi hann allan. Svo var komið að því að skrifa þýðinguna á blað/tölvu og skila til kennara.
Stundum lendir maður þó í því þegar maður vinnur við svona þýðingar að maður veit alveg hvað þetta þýðir en getur ekki fundið íslenska orðið fyrir það eða að íslenska orðalagið. Hvur rosalega hatar maður þetta sérstaklega í ensku þar sem mörg orð tákna það sama en hafa samt mismunandi merkingar…
Lendið þið aldrei í þessu???…