Mér datt í hug þegar ég las greinina um orðið nenna, hvernig sum íslensk orð eru bara ekki til í ensku. Hvernig mynduð þið t.d. segja frekja á sem nákvæmlegastan hátt?
Þetta er frekar pirrandi, blaðrið um að nenna. Maður þýðir ekki orð fyrir orð, það er gefur þér eiginlega alltaf ranga þýðingu.
Það nefndi einhver möguleikan greed, í vissri merkingu getur það verið rétt. Flettið endilega orðinu frekja upp í orðabók. Þetta gæti líka þýtt bully, aggressiveness, belligerence, imposition, importunity, rude, discourteous, barbarian, boorish, churlish. Allt gæti þetta átt við, og meira til, eftir því hvernig við notum orðið frekja.
Jú, jú, mörg þessara orða má nota í vissum kringumstæðum, en mér finnst ekkert þeirra ná hinu íslenska hugtaki frekja. Það eru bara sum orð þar sem ekkert nákvæmt enskt orð er til fyrir.
Ég er ekki pirraður, ég var að fíflast. Það gefur auga leið að fæst orð hafa nákvæmlega sömu merkingu á milli tungumála nema kannski smáorð og flest tökuorð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..