Horfa á myndir. Það er besta þjálfunin í skilningi/hlustun og að bæta orðaforðann, sérstaklega ef þú hefur aðgang að orðabók til að kíkja á einstaka orð (eins og ordabok.is, maður nennir ekki að fletta upp í orðabók á gamla mátann :P). Þú getur líka t.d. passað að horfa á bíómyndir án texta ef þú ert að horfa á DVD.
Svo er gott að lesa bækur, byrja bara á skemmtilegum barnabókum (sérstaklega þegar maður finnur svona barnabækur með “fullorðinshúmor”) og fara svo smám saman í þyngra efni. Margir endast illa í að lesa bækur á ensku, þótt þær séu skemmtilegar. Þá þarf maður bara að geyma það þangað til maður er betri.
Svo er það sem hjálpaði mér best í ritun eða tjáningu á ensku að tala við fólk á netinu. Ég var lengi á spjallsíðum fyrir uppáhalds hljómsveitirnar mínar og ég þjálfaðist mjög mikið í að skrifa ensku á þeim tíma.